fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Danir aflétta sóttvarnaaðgerðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynni um afléttingu sóttvarnaaðgerða á fréttamannafundi í dag. Faraldursnefndin, sem er stjórnvöldum til ráðgjafar um aðgerðir vegna heimsfaraldursins, leggur til að nær öllum sóttvarnaaðgerðum verði aflétt frá næsta mánudegi. Stjórnvöld hafa fram að þessu farið að ráðum nefndarinnar að mestu.

Danska ríkisútvarpið segir að nefndin leggi til að hætt verði að flokka kórónuveirufaraldurinn sem sjúkdóm sem ógni samfélaginu frá 5. febrúar en þá rennur núverandi skilgreining faraldursins út. Nefndin leggur til að þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi vegna þess að faraldurinn er nú flokkaður sem ógn við samfélagið falli úr gildi um mánaðamótin. Þetta nær yfir nær allar gildandi sóttvarnaaðgerðir, til dæmis notkun andlitsgríma, kröfu um notkun kórónupassa og lokunar næturlífsins.

Nefndin leggur til að áfram verði gerð krafa um að fólk fari í sýnatöku við komuna til Danmerkur og gildi það út febrúar.

Í tillögu nefndarinnar segir að hún hafi tekið sérstaklega með í reikninginn að staðan vegna faraldursins sé gjörbreytt. Nú þýði útbreitt smit ekki eins mikið álag á heilbrigðiskerfið og áður. Hún leggur til að áfram verði skylt að nota andlitsgrímur á sjúkrahúsum og við umönnun aldraðra. Nefndin leggur einnig til að við stóra viðburði eins og tónleika verði reynt að draga úr smithættunni, til dæmis með að gera kröfu um að gestir framvísi kórónupassa, að þeir verði hvattir til að fara í sýnatöku og reynt verði að tryggja góða fjarlægð á milli gesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni