fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Danir aflétta sóttvarnaaðgerðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynni um afléttingu sóttvarnaaðgerða á fréttamannafundi í dag. Faraldursnefndin, sem er stjórnvöldum til ráðgjafar um aðgerðir vegna heimsfaraldursins, leggur til að nær öllum sóttvarnaaðgerðum verði aflétt frá næsta mánudegi. Stjórnvöld hafa fram að þessu farið að ráðum nefndarinnar að mestu.

Danska ríkisútvarpið segir að nefndin leggi til að hætt verði að flokka kórónuveirufaraldurinn sem sjúkdóm sem ógni samfélaginu frá 5. febrúar en þá rennur núverandi skilgreining faraldursins út. Nefndin leggur til að þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi vegna þess að faraldurinn er nú flokkaður sem ógn við samfélagið falli úr gildi um mánaðamótin. Þetta nær yfir nær allar gildandi sóttvarnaaðgerðir, til dæmis notkun andlitsgríma, kröfu um notkun kórónupassa og lokunar næturlífsins.

Nefndin leggur til að áfram verði gerð krafa um að fólk fari í sýnatöku við komuna til Danmerkur og gildi það út febrúar.

Í tillögu nefndarinnar segir að hún hafi tekið sérstaklega með í reikninginn að staðan vegna faraldursins sé gjörbreytt. Nú þýði útbreitt smit ekki eins mikið álag á heilbrigðiskerfið og áður. Hún leggur til að áfram verði skylt að nota andlitsgrímur á sjúkrahúsum og við umönnun aldraðra. Nefndin leggur einnig til að við stóra viðburði eins og tónleika verði reynt að draga úr smithættunni, til dæmis með að gera kröfu um að gestir framvísi kórónupassa, að þeir verði hvattir til að fara í sýnatöku og reynt verði að tryggja góða fjarlægð á milli gesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum