fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Nýburi lést eftir að hafa verið skilin eftir utan við slökkvistöð í Chicago

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 18:00

Frá Chicago.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Illinois í Bandaríkjunum geta foreldrar skilið nýfædd börn sín eftir á sjúkrahúsum, lögreglustöðvum eða slökkvistöðvum án þess að eiga á hættu að verða sóttir til saka fyrir að láta börnin frá sér. Þetta byggir á svokölluðum „Baby Safe Haven“ lögum sem gilda í ríkinu.

Á laugardaginn fundu slökkviliðsmenn nýfæddan dreng utan við slökkvistöð í Chicago og var hann látinn. Þeir fundu hann um klukkan 5 að morgni. Drengurinn hafði verið skilinn eftir í poka við slökkvistöðina. Nístingskuldi var þessa nótt. Slökkvistöðin er meðal skilgreindra staða þar sem er hægt að skilja nýbura eftir.

Sky News hefur eftir talsmanni slökkviliðsins að slökkviliðsmennirnir hafi verið svo mikið á ferðinni þessa nótt að enginn hafi heyrt í dyrabjöllunni. Hann sagði að þrátt fyrir að það megi skilja nýbura eftir á slökkvistöðinni þá verði fólk að afhenda einhverjum barnið, það dugi ekki að hringja bara dyrabjöllunni og láta sig svo hverfa á brott.

Lögreglan rannsakar nú málið og segir ekki vitað hversu lengi drengurinn hafði verið fyrir utan slökkvistöðina áður en hann fannst eða hvort hann var á lífi þegar hann var skilinn eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum