fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
Pressan

„Þetta eru 9.000 manns sem áttu allt of stutt líf“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. janúar 2022 19:00

Mynd: EPA-EFE/SCOTT BARBOUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 20. mars 2020 var breskum börum, kaffihúsum, skemmtistöðum og veitingahúsum lokað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar með var skrúfað fyrir bjórdælurnar. En það varð ekki til þess að halda aftur af áfengisneyslu Breta því sala á áfengi jókst mikið í verslunum og nú sýna tölur að þeim hefur fjölgað mikið sem drekka sig í hel.

Á síðasta ári létust 8.974 af ástæðum sem voru bein afleiðing misnotkunar á áfengi. Þetta er 18,6% aukning miðað við 2019 og mesti fjöldi andláta af þessum völdum síðan 2001. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Í langflestum tilfellum voru það lifrarsjúkdómar sem urðu fólki að bana.

„Þetta eru 9.000 manns sem áttu allt of stutt líf,“ sagði Sarah Schoenberger, talskona samtakanna Alcohol Health Alliance UK, sem reyna að draga úr því tjóni sem áfengi veldur í bresku samfélagi, í samtali við Danska ríkisútvarpið.

Frá 2012 til 2019 var fjöldi árlegra andláta af völdum áfengisneyslu stöðugur. Höfundar nýju rannsóknarinnar segja að það muni „taka nokkurn tíma“ þar til við skiljum ástæður hinnar miklu aukningar til fulls. En margir sérfræðingar og samtök eru ekki í neinum vafa um að heimsfaraldur kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerðir eigi þar stærstan þátt.

Í skýrslu frá breskum heilbrigðisyfirvöldum kemur fram að áfengissala í stórverslunum og öðrum verslunum hafi aukist um fjórðung á síðasta ári. Schoenberger sagði að allt bendi til að sóttvarnaðgerðir og meðfylgjandi lokun samfélagsstarfsemi hafi valdið aukinni áfengisneyslu og tjóni af hennar völdum.

Ástæðan fyrir því að fólk drekkur meira getur að hennar mati verið að áfengi er miklu ódýrara í verslunum en á veitingastöðum og börum.

Ekki má síðan gleyma félagslega þættinum en sóttvarnaaðgerðir hafa farið mjög illa í marga og tekið á þá andlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar hylja andlit sín í Afganistan til að sýna samstöðu gegn Talíbönum

Karlar hylja andlit sín í Afganistan til að sýna samstöðu gegn Talíbönum
Pressan
Fyrir 4 dögum

WHO telur ekki þörf á fjöldabólusetningum gegn apabólu

WHO telur ekki þörf á fjöldabólusetningum gegn apabólu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að apabóla sé „sérstaklega ógeðsleg“

Segir að apabóla sé „sérstaklega ógeðsleg“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rafmagnsgítar Kurt Cobain seldur á uppboði fyrir himinháa upphæð

Rafmagnsgítar Kurt Cobain seldur á uppboði fyrir himinháa upphæð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fimm létust í þrumuveðri í Kanada

Fimm létust í þrumuveðri í Kanada
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gerði skelfilega uppgötvun í bílnum sínum

Gerði skelfilega uppgötvun í bílnum sínum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófrjóir karlar hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein

Ófrjóir karlar hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein