fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Pressan

Sprengingin í Gautaborg – Lögreglumaður býr í fjölbýlishúsinu og hefur oft borið vitni gegn skipulögðum glæpasamtökum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 06:58

Frá vettvangi á þriðjudag í síðustu viku. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænsk yfirvöld útiloka ekki að sprengja hafi verið sprengd í fjölbýlishúsi í miðborg Gautaborgar aðfaranótt þriðjudags. Lítið hefur verið gefið upp um hugsanlegar ástæður þess að sprengja hafi verið sprengd við húsið en í gærkvöldi skýrði Expressen frá því að lögreglumaður búi í húsinu og hafi hann borið vitni fyrir dómi í fjölda mála varðandi glæpagengi. Hann segir sjálfur útilokað að árásin hafi beinst gegn honum.

Í samtölum við sænska fjölmiðla sagðist lögreglumaðurinn hafa heyrt um sprenginguna frá vinnufélögum sínum og því verður að álykta sem svo að hann hafi ekki verið heima þegar sprengingin varð.

Hann sagðist eiga von á að lögreglan muni rannsaka alla þræði málsins, einnig hvort hann hafi verið skotmarkið.

Ekkert bendir til að „eðlilegar ástæður“ hafi valdið sprengingunni, til dæmis gassprenging, sagði Thomas Fuxborg, talsmaður lögreglunnar í gær. Tugir slösuðust í sprengingunni, þar af sex alvarlega.

Lögreglan segir að enn sé of snemmt að segja til um hvort sprengingin tengist átökum glæpagengja sem hafa staðið yfir í borginni síðustu misseri eða hvort granda hafi átt einhverjum ákveðnum einstaklingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn – Magahjáveituaðgerðir lengja lífið

Ný rannsókn – Magahjáveituaðgerðir lengja lífið
Pressan
Í gær

Plöntutoxín sagt vera hið „nýja vopn“ í sýklalyfjastríðinu

Plöntutoxín sagt vera hið „nýja vopn“ í sýklalyfjastríðinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norska lögreglan telur sig hafa leyst 24 ára morðmál

Norska lögreglan telur sig hafa leyst 24 ára morðmál
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskur glæpaforingi dæmdur í ævilangt fangelsi

Danskur glæpaforingi dæmdur í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglukonan úr kynsvallinu rýfur þögnina – „Gaurar eru gaurar og þeir stinga typpinu í hvað sem er“

Lögreglukonan úr kynsvallinu rýfur þögnina – „Gaurar eru gaurar og þeir stinga typpinu í hvað sem er“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástralska kjarnorkumálastofnunin blandar sér í leitina að geislavirku hylki

Ástralska kjarnorkumálastofnunin blandar sér í leitina að geislavirku hylki