fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Pressan

Hollendingar eru hávaxnastir allra þjóða en nú eru þeir farnir að minnka

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. september 2021 21:00

Hollendingar eru hávaxnastir allra þjóða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollendingar eru hávaxnasta þjóð heims og hafa lengi getað státað sig af því að meðalhæð þeirra er mun hærri en annarra þjóða. En nú eru þeir farnir að minnka og á það við bæði kynin.

Í sex áratugi hafa Hollendingar skagað upp úr fjöldanum hvað varðar hæð jarðarbúa. Samkvæmt nýjustu tölum hollensku hagstofunnar þá er meðalhæð 19 ára hollenskra karlmanna 182,9 sentimetrar en kvenna 169,3 sentimetrar.

Þetta gleður eflaust áhugafólk um meðalhæð þjóða heims en Hollendingar hafa vermt efsta sætið síðan 1958, að árinu 1967 undanskildu en þá voru þeir í öðru sæti.

En það eru blikur á lofti hvað varðar hæð Hollendinga því samkvæmt tölum hagstofunnar þá eru karlar, fæddir 2001, að meðaltali 1 sentimetra lægri en karlar fæddir 1980. Konur fæddar 2001 eru að meðaltali 1,4 sentimetrum lægri en konur fæddar 1980. Greining hagstofunnar sýnir að meðalhæðin hefur ekki aðeins lækkað vegna aðflutnings fólks frá öðrum löndum en það er þó hluti af skýringunni. Meðalhæð þeirra, sem eiga foreldra sem fæddust báðir í Hollandi, hefur staðið í stað og sama á við um þá sem eiga einnig afa og ömmur sem fæddust í Hollandi. Meðalhæð karla af innflytjendaættum stóð í stað en hjá konum af innflytjendaættum lækkaði meðalhæðin.

Vísindamenn hafa sett fram ýmsar skýringar á þessum „hæðarvanda“ þjóðarinnar. Gert Stulp, hjá félagsfræðideild háskólans í Groningen, segir að sögn The Guardian að flestar kenningar varðandi málið séu enn sem komið er byggðar á getgátum en honum finnist sjálfum áhugavert að velta fyrir sér hvort efnahagshrunið 2007 eigi hlut að máli. Hann sagði að hugsanlega hafi fleiri börn alist upp við lakari aðstæður en kynslóðirnar á undan eða þá að misskipting hafi aukist en vitað sé að hún hafi áhrif á hæð, slæm lífsskilyrði í æsku dragi úr vexti barna. Hann sagði að svipuð þróun, sem hefur mælst í Bandaríkjunum, bendi til að aukin neysla óholls skyndibitafæðis geti verið þáttur sem skiptir máli í þessu samhengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegur spádómur – „Þetta mun gerast og það mun breyta öllu“

Óhugnanlegur spádómur – „Þetta mun gerast og það mun breyta öllu“
Pressan
Í gær

Yfirheyrslumyndbönd af „dómsdagsmorðingjanum“ skelfa fólk

Yfirheyrslumyndbönd af „dómsdagsmorðingjanum“ skelfa fólk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trekanturinn breyttist í martröð þegar kærastinn kom heim

Trekanturinn breyttist í martröð þegar kærastinn kom heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Ung ólétt kona numin á brott eftir að hafa fylgst með dularfullum grænum bíl – Var hún vitlaust skotmark?

Sakamál: Ung ólétt kona numin á brott eftir að hafa fylgst með dularfullum grænum bíl – Var hún vitlaust skotmark?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Talibanar verðlauna fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna

Talibanar verðlauna fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martraðarkennt sníkjudýr vekur athygli – Eina þekkta dæmi þess að sníkjudýr komi í stað líffæris hjá hýsilnum

Martraðarkennt sníkjudýr vekur athygli – Eina þekkta dæmi þess að sníkjudýr komi í stað líffæris hjá hýsilnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elísabet Bretadrottning eyddi nótt á sjúkrahúsi

Elísabet Bretadrottning eyddi nótt á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er nýtt Madeleine McCann mál í uppsiglingu? – „Við teljum að hún hafi verið tekin úr tjaldinu“

Er nýtt Madeleine McCann mál í uppsiglingu? – „Við teljum að hún hafi verið tekin úr tjaldinu“