fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Pressan

Ömurleg aðkoma að sumarhúsinu – „Hér missti einhver meydóminn“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 05:58

Svona leit einn sófinn út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var svo ógeðslegt, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Edel Cecilie Handeland í samtali við BT um þá sjón sem mætti henni og fjölskyldu hennar þegar þau komu í sumarhús sem þau höfðu leigt í Marielyst á Falstri í Danmörku í sumar.

Þau leigðu sumarhúsið í gegnum leigumiðlunina Novasol og greiddu sem nemur um 250.000 íslenskum krónum fyrir vikuleigu og voru lokaþrif innifalin í leigunni.

„Þetta var stórt og flott sumarhús með útibaði. Það leit rosalega vel út á myndunum. Nýtt og fínt sumarhús. Allt virtist í lagi,“ sagði hún.

En þegar fjölskyldan kom á staðinn var sjóninn ekki eins fögur og á myndunum á heimasíðu Novasol.

„Það voru notaðar nærbuxur, sígarettustubbar, snúss og notaðir smokkar í hornunum. Þetta var ótrúleg,“ sagði Handeland.

Notaðir smokkar höfðu verið skildir eftir hér og þar.

Marielyst er svæði sem ungmenni sækja mikið til að skemmta sér.

Daginn áður en fjölskyldan tók við sumarhúsinu spiluðu England og Ítalía til úrslita á EM í knattspyrnu. Hvort fótboltapartý hafi verið í húsinu um kvöldið er ekki vitað en ljóst er að mikið hafði gengið á í húsinu og á einni dýnunni var blóðblettur. „Það hefur verið villt partý og hér missti einhver meydóminn,“ sagði Handeland.

Þarna telur Handeland að einhver hafi misst meydóminn.

Litla hjálp var að fá hjá Novasol þegar hún hringdi í fyrirtækið. Starfsmaður kom á vettvang og fjarlægði smokka og blóðugu dýnuna en þrif voru ekki í boði fyrr en næsta dag. Þetta endaði með að Handeland þreif húsið sjálf en það var þriggja tíma vinna. Enginn kom til að þrífa daginn eftir og hún heyrði ekkert frá Novasol.

Að fríinu loknu ræddi hún við Novasol sem bauð fjölskyldunni 10% afslátt af leigunni sem sárabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa
Pressan
Fyrir 1 viku

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó
Pressan
Fyrir 1 viku

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“