fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Pressan

Líbanski herinn er í fjárþörf og fer óvenjulega leið til að afla fjár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. ágúst 2021 19:30

Hermenn við æfingar í Líbanon. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil efnahagskreppa ríkir nú í Líbanon og hún kemur niður á her landsins eins og flestum öðrum í landinu. Til að afla fjár hefur herinn nú tekið upp á því að selja ferðamönnum þyrluferðir. „Líbanon séð úr lofti,“ segir í auglýsingu frá hernum á heimasíðu hans.

Boðið er upp á þyrluflug þar sem ferðamenn geta virt landið fyrir sér úr lofti. Þetta er eingöngu gert til að reyna að fá smá pening í kassann en landið er í djúpri efnahagslægð, en Alþjóðabankinn segir hana hugsanlega vera eina af tíu alvarlegustu kreppum heimsins síðan um miðja síðustu öld.

Kreppan varð til þess að yfirmenn hersins lögðu heilann í bleyti um hvernig væri hægt að afla fjár til reksturs hans og þyrluferðir urðu niðurstaðan. Fyrir aðeins 150 dollara geta þrír farið í 15 mínútna flug. Það þarf að greiða ferðina fyrir fram og í reiðufé.

Peningarnir verða notaðir til að greiða rekstur hersins, þar á meðal viðhald þyrluflotans en hann er notaður við flutning slasaðra og við slökkvistörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný kenning Kínverja um kórónuveiruna – Kemur harkalega niður á póststarfsmönnum

Ný kenning Kínverja um kórónuveiruna – Kemur harkalega niður á póststarfsmönnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tegund hraðprófa á leið á markaðinn – Öndunarmælir

Ný tegund hraðprófa á leið á markaðinn – Öndunarmælir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er hollt að fara í kalda sturtu eða bað

Það er hollt að fara í kalda sturtu eða bað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja YouTube vera stóra uppsprettu falsfrétta

Segja YouTube vera stóra uppsprettu falsfrétta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Síðasta ár var hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi

Síðasta ár var hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi