fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Unglingur grunaður um hrottalegt morð á 13 ára pilti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 21:00

Frá Singapúr. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

16 ára unglingur er nú í haldi lögreglunnar í Singapúr en hann er grunaður um að hafa myrt 13 ára pilt. Lík hins látna fannst inni á salerni í skóla og við hlið þess var öxi.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að pilturinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en sé vistaður á geðdeild þar sem hann mun gangast undir geðrannsókn.

Málið er mikið áfall fyrir íbúa borgríkisins en glæpir eru afar fátíðir þar. Landsmenn telja landið eitt það öruggasta í heimi og ofbeldisverk eru afar fátíð í skólum landsins.

Lögreglan segir að fórnarlambið hafi fundist liggjandi inni á salerni River Valley High School og hafi verið með fjölda áverka. Pilturinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan telur ekki að piltarnir hafi þekkst og reynir nú að komast að hvað lá að baki árásinni.

Dauðarefsingum er beitt í Singapúr en þar sem meintur gerandi er yngri en 18 ára er lífstíðarfangelsi þyngsti dómurinn sem hann getur hlotið.

K. Shanmugam, innanríkisráðherra, tjáði sig um málið á Facebook og sagði að það væri dæmi um eitt það versta sem foreldrar geta upplifað. Hvað varðar öxina sagði hann að ýmislegt bendi til að hinn handtekni hafi keypt hana á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið