fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Grunaður um morðið á forseta Haíti – Tengist bandarísku lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 18:00

Mikil ólga hefur verið á Haítí síðustu misseri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Jovenel Moïse, forseti Haíti, skotinn til bana á heimili sínu. Lögreglan á Haíti hefur handtekið nokkra sem eru grunaðir um aðild að morðinu. Meðal þeirra eru tveir karlmenn af bandarísk/haítískum ættum. Annar heitir Joseph Vincent og er 55 ára. Hinn heitir James Solages og er 35 ára. Heimildir herma að annar þeirra hafi verið uppljóstrari á vegum bandarísku fíkniefnalögreglunnar DEA en ekki kemur fram hvor þeirra.

Lögreglan telur að þeir og 26 kólumbískir samverkamenn þeirra hafi staðið á bak við morðið.

Það er ónafngreindur heimildarmaður innan DEA sem segir að annar mannanna hafi verið uppljóstrari hjá DEA en hafi ekki verið virkur þegar morðið átti sér stað.

Þriðji bandarísk/haítíski maðurinn, Christian Emmanuel Sanon, var handtekinn á sunnudaginn en hann er grunaður um að hafa ráðið Kólumbíumennina til að myrða forsetann.

Bandaríska lögreglan vinnur einnig að rannsókn á morðinu og rannsakar nú af hverju bandarísk/haítísku þremenningarnir áttu hugsanlega aðild að því.

Heimildarmaður segir að Solages og Vincent hafi sagt lögreglunni að þeir hafi verið túlkar fyrir hóp kólumbískra hermanna sem voru með handtökuskipun á hendur forsetanum en hann hafi verið látinn þegar þeir komu heim til hans.

Annars er flest á huldu sem tengist morðinu og enn liggur ekki fyrir af hverju forsetinn var myrtur og því er ekki vitað hvað bjó að baki ódæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“