fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Diskur seldist á 700 milljónir – „Ég játa mistök mín“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 06:59

700 milljónir fyrir þennan disk. Mynd:Bruun Rasmussen auktioner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar myndin, sem fylgir þessari frétt, er skoðuð er erfitt að ímynda sér að diskurinn, eða fatið, sem á henni sést sé 700 milljóna króna virði. En það er staðreynd og því vissara fyrir eiganda þess að meðhöndla það af ítrustu varkárni.

Diskurinn var seldur á uppboði hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rasmussen á miðvikudaginn og seldist á 35,5 milljónir danskra króna en það svarar til tæplega 700 milljóna íslenskra króna. Sérfræðingur uppboðshússins hafði metið diskinn á 300.000 danskar krónur svo óhætt er að segja að hann hafi haft kolrangt fyrir sér. Aldrei áður hefur uppboðshúsið selt einn mun fyrir svona háa upphæð.

Það var Ralph Lexner, deildarstjóri asískra muna hjá uppboðsfyrirtækinu, sem verðmat diskinn. Í samtali við Danska ríkisútvarpið sagði hann að beðið hafi verið um verðmat á þessum óvenjulega diski og hann hafi vitað að um óvenjulegan disk væri að ræða. „Ég verð að játa að ég sá að hann var mikils virði, kannski einnar milljónar, en það eru erfiðir tímar svo ég mat hann á 300.000 krónur,“ sagði hann og bætti við: „En að því sögðu, þá verð ég að segja: „Ó, þarna verðmat ég rangt. Ég játa mistök mín.“

Um 600 ára gamlan Ming-postulín disk er að ræða. Hann er 40 sm að þvermáli og með óvenjulega flotta húð og drekaskreytingu í miðjunni.

Skýringin á hinu háa verði er að hér er um sjaldgæfan disk að ræða og hann er með glæsilegri drekaskreytingu í miðjunni.  Allt sem heitir Ming-postulín er mjög eftirsótt í Kína þessa dagana að sögn Lexner. Það voru aðallega Kínverjar sem buðu í diskinn og það var Kínverji sem átti hæsta boðið.

Ástæðan fyrir áhuga Kínverja á Ming-postulíni er að stór hluti þess var eyðilagður í menningarbyltingunni á sjöunda áratug síðustu aldar. Einnig stálu Evrópubúar miklu af því og fluttu með sér til Evrópu. Það er skýringin á að Ming-postulín er að finna utan Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum