fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Stjörnufræðingar fundu „blikkandi“ risastjörnu nærri miðju vetrarbrautarinnar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 18:00

Umrædd stjarna. Mynd:European Southern Observatory

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vetrarbrautinni okkar, nærri miðju hennar, hafa stjörnufræðingar fundið stjörnu sem virðist hverfa á nokkurra mánaða fresti en birtist síðan á nýjan leik. Hún er engin smásmíði því hún er 100 sinnum stærri en sólin okkar og í 25.000 ljósára fjarlægð.

Mánuðum saman tapaði hún 97% af birtustigi sínu en það náði síðan fyrra stigi hægt og rólega. Stjörnufræðingar telja að óþekktur fylgihlutur stjörnunnar skyggi á hana með nokkurra áratuga millibili. Það gæti verið önnur stjarna eða stór pláneta sem er umkringd gríðarlega stóru rykskýi sem kemur í veg fyrir að ljósið frá stjörnunni berist til okkar. The Guardian skýrir frá þessu.

Stjörnufræðingar söfnuðu gögnum og greindu þau í mörg ár í tengslum við rannsókn þeirra á stjörnunni sem hefur fengið heitið VVV-WIT-08. WIT stendur fyrir „What Is This?“ (Hvað er þetta?) en þessi flokkun er notuð yfir ákveðnar stjörnum sem passa ekki inn í þá flokka sem fyrir eru.

Þar sem stjarnan er svo nálægt miðju vetrarbrautarinnar, þar sem þéttleikinn er miklu meiri, hugleiddu stjörnufræðingar hvort „dimmur hlutur“ sem hefði bara átt leið fram hjá fyrir tilviljun hefði valdið myrkvuninni. Tölvulíkön sýndu þó að það gat ekki verið því til þess að það geti gerst þarf fáránlega margar svoleiðis „dimma hluti“ í vetrarbrautinni okkar.

Að lokum komust stjörnufræðingarnir að þeirri niðurstöðu að líklegast væri það önnur stjarna eða pláneta, sem er umvafin skífulaga og ógegnsæju rykskýi, sem er á braut um VVV-WIT-08 og skyggi á hana á nokkurra áratuga fresti. Þeir telja að rykskýið hljóti að vera gríðarlega stórt eða minnst 66 milljónir kílómetra að þvermáli.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Monthly Notices of the Royal Astronomical Society.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?