fbpx
Miðvikudagur 01.febrúar 2023
Pressan

Bandarísk yfirvöld tóku yfir heimasíður tengdar Íran

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 07:00

Svona leit https://www.alalamtv.net/ út í gær. Skjáskot:https://www.alalamtv.net/

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld hafa tekið yfir fjölda heimasíðna sem tengjast Íran. Þar á meðal heimasíður tveggja ríkisfjölmiðla, Press TV og al-Alam. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðunum þar sem segir að „bandarísk yfirvöld hafi lagt hald á vefsíðuna“.

Vísað er til bandarískra laga um refsiaðgerðir gegn Íran í texta á síðunum og neðst er opinbert innsigli bandaríska viðskiptaráðuneytisins og alríkislögreglunnar FBI.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið staðfesti í nótt að það hefði tekið yfir 36 heimasíður þar sem þær hafi brotið gegn bandarískum refsiaðgerðum.

Heimasíðurnar eru allar komnar aftur í loftið með nýjar vefslóðir.

Íranska ríkissjónvarpsstöðin IRIB, sem á al-Alam sjónvarpsstöðina, varð fyrir barðinu á aðgerðum Bandaríkjamanna og sakar þá um að skerða tjáningarfrelsið og að hafa tekið saman höndum með Ísrael og Sádi-Arabíu um þagga niður í fjölmiðlum andspyrnumanna sem afhjúpa glæpi Bandaríkjamanna í Miðausturlöndum.

Bandaríkjamenn hafa áður gripið til svipaðra aðgerða. Í október á síðasta ári lögðu þeir hald á 92 heimasíður voru notaðar af Íranska byltingarverðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Katya og Lena voru kynlífsþrælar í neðanjarðarbyrgi í næstum fjögur ár – „Trúið okkur, það eru stúlkur út um allt, kannski í húsinu við hliðina á þér“

Katya og Lena voru kynlífsþrælar í neðanjarðarbyrgi í næstum fjögur ár – „Trúið okkur, það eru stúlkur út um allt, kannski í húsinu við hliðina á þér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fallegasta myndband dagsins – Sjáðu viðbrögð þessarar 3 ára stúlku

Fallegasta myndband dagsins – Sjáðu viðbrögð þessarar 3 ára stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona geta klósettpappírsrúllur leyst hversdagsvanda þinn

Svona geta klósettpappírsrúllur leyst hversdagsvanda þinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Englendingar taka upp skilagjald á plastflöskum

Englendingar taka upp skilagjald á plastflöskum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ósamfelld fasta er hugsanlega ekki eins gagnleg til þyngdartaps og talið var

Ósamfelld fasta er hugsanlega ekki eins gagnleg til þyngdartaps og talið var
Pressan
Fyrir 3 dögum

52 glæpagengi og 1.500 glæpamenn herja á Stokkhólm

52 glæpagengi og 1.500 glæpamenn herja á Stokkhólm