fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Pressan

Tvíburasysturnar ætla að giftast sama manninum – „Þetta er alls ekki undarlegt í okkar augum“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 06:59

Systurnar ætla báðar að giftast Ben. Myndir:TLC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu 10 árin hafa Anna og Lucy Decinque, 35 ára eineggja tvíburar frá Perth í Ástralíu, búið með sama manninum. Hann heitir Ben Byrne og er 37 ára rafvirki. Hann er unnusti þeirra beggja og hafa þær deilt honum síðustu 10 árin.

Í síðasta þætti af „Extreme Sisters“ á TLC fór Ben með unnustur sínar í rómantíska skemmtiferð og kom þeim mjög á óvart þegar hann fór niður á hnéð og bað þær um að giftast sér. Báðar fengu þær litla öskju með stórum demantshring. Hann dró síðan hringana á fingur þeirra. Sjálfur fékk hann þriðja hringinn og sagði við það tækifæri að hringarnir tákni ást þeirra þriggja.

Trúlofunarhringarnir. Mynd:TLC

„Anna þú ert það mikilvægasta í heiminum fyrir mig og ég vil eyða restinni af lífinu með þér. Lucy þú ert það mikilvægasta í heiminum fyrir mig og ég vil einnig eyða restinni af lífinu með þér. Ég elska ykkur, ég elska ykkur báðar,“ sagði Ben við systurnar.

Áströlsk lög heimila ekki að fleiri en tveir gangi í hjónaband og því verður þrenningin nú að kanna hvort hún geti gengið í hjónaband í öðru landi, til dæmis Malasíu, Indónesíu eða Bandaríkjunum. „Ég er reiðubúinn til að gera allt sem þarf til að gleðja ykkur,“ sagði Ben við systurnar.

Anna og Lucy. Mynd:TLC

Þau eru einnig farin að huga að barneignum og systurnar vonast til að geta orðið barnshafandi á sama tíma með tæknifrjóvgun en þær hefur dreymt um að eignast barn árum saman.

Anna sagði að ef hún verði barnshafandi muni Lucy „örugglega einnig verða barnshafandi um leið, því líkamar okkar eru eins“. „Við munum örugglega reyna að láta þetta ganga upp,“ sagði hún.

Í viðtali við NBC Today fyrir tveimur árum sögðu þær að það hefði verið móðir þeirra sem „sannfærði“ þær um að reyna að verða barnshafandi á sama tíma. „Ást er ást, við erum öll fullorðin,“ sögðu þær einnig.

Þær játuðu að það væri ákveðnum vandkvæðum háð fyrir þær að verða barnshafandi á sama tíma ef getnaður færi fram upp á gamla mátann með samförum. „Það er áskorun. Það er mikið álag á Ben,“ sögðu þær.

Ben kyssir systurnar. Mynd:TLC

Systurnar hafa oft ratað í fréttirnar vegna sambands þeirra við Ben en mörgum þykir það mjög undarlegt. En þeim finnst ekkert undarlegt við þetta og gagnrýna þá sem gagnrýna þær. „Þetta er alls ekki undarlegt í okkar augum. Við eigum einn kærasta og við deilum öll þrjú rúmi. Strákar eiga sér þá ósk og draum að eiga tvær kærustur,“ sagði Lucy og bætti við að smekkur þeirra væri eins og því væru þær auðvitað hrifnar af sama manninum.

Í samtali við New York Post sögðu þær frá því þegar þær hittu Ben í fyrsta sinn og kysstu hann báðar. „Það var frábært frá byrjun. Okkur samdi strax vel. Það er svo miklu auðveldara að deila kærasta. Ég hef ekkert á móti því að hann kyssi Lucy því ég veit að síðan mun hann kyssa mig. Hann kemur eins fram við okkur. Hann veit að hvað sem hann gerir með annarri okkar gerir hann einnig með hinni,“ sagði Lucy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt stefnumótaapp á markaðinn í Íran

Nýtt stefnumótaapp á markaðinn í Íran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa fundið ummerki eftir loftsteininn sem drap risaeðlurnar

Hafa fundið ummerki eftir loftsteininn sem drap risaeðlurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eftirlifendur frá Útey fá morðhótanir og hatursskilaboð – „Synd að Breivik miðaði ekki betur“

Eftirlifendur frá Útey fá morðhótanir og hatursskilaboð – „Synd að Breivik miðaði ekki betur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svíar hyggjast þyngja refsingar yfir ungmennum

Svíar hyggjast þyngja refsingar yfir ungmennum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann er einn áhrifamesti andstæðingur bólusetninga í Bandaríkjunum

Hann er einn áhrifamesti andstæðingur bólusetninga í Bandaríkjunum