fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

100 ára gamalt bóluefni virðist virka gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. maí 2021 06:59

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir rannsóknir um allan  heim á bóluefni gegn berklum en svo virðist sem þetta 100 ára gamla bóluefni virki gegn kórónuveirunni og veiti vernd gegn COVID-19. Bóluefnið heitir Calmette og var þróað gegn berklum fyrir um 100 árum og er enn notað.

Rannsóknir hafa sýnt að bóluefnið veitir 68% vernd gegn COVID-19 sem er meiri vernd en bóluefni AstraZeneca veitir. TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að áður hafi verið vitað að bóluefnið hefur mjög góð áhrif á ónæmiskerfi líkamans og því hafi vísindamenn byrjað að rannsaka hvort það virki gegn kórónuveirunni.

Svo virðist vera þegar það er gefið oftar en einu sinni miðað við niðurstöður grískrar rannsóknar. Rannsóknin hefur ekki enn verið ritrýnd og er lítil og með ýmsa veikleika en þykir samt sem áður nokkuð áhugaverð. Í henni var ekki rannsakað hvaða afbrigði veirunnar hinir smituðu voru með og í sumum tilfellum voru ekki tekin sýni úr sjúklingum heldur gengið út frá því að þeir væru með kórónuveiruna vegna sjúkdómseinkenna þeirra.

En samt sem áður binda margir vísindamenn vonir við að bóluefnið virki gegn COVID-19. TV2 hefur eftir Anne Marie Rosendahl, lækni og starfsmanni Syddansk háskólans, að rannsóknin hafi sýnt greinilegan mun á hversu margir veiktust af COVID-19 út frá hvort sjúklingarnir höfðu fengið lyfleysu eða Calmette bóluefnið.

Áhrif bóluefnisins hafa einnig verið rannsökuð í Hollandi, Ástralíu og Suður-Afríku. Hollensku vísindamennirnir hafa ekki séð að bóluefnið hafi áhrif hvað varðar fjölda smita en skýringin á því getur verið að þátttakendurnir fengu aðeins einn skammt af bóluefninu. Ekki er bólusett gegn berklum í Hollandi og því hefur fólk ekki fengið bóluefnið áður. Í Grikklandi og Suður-Afríku eru börn hins vegar bólusett gegn berklum og því fá þátttakendur þar skammt númer tvö þegar þeir taka þátt í rannsókninni.

Madsen sagði að margt bendi til að það hafi meiri áhrif á ónæmiskerfið þegar fólk fær annan skammt af bóluefninu.

Líklega munu þessar rannsóknir ekki hafa nein áhrif á þá vinnu sem er nú í gangi við að bólusetja heimsbyggðina þar sem þróun og framleiðsla bóluefna frá fyrirtækjum á borð við Pfizer og Moderna hefur gengið svo hratt fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?