fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Pressan

Óhugnanlegt myndband: Hræðileg afleiðing þess að karlar ógnuðu konum

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 20:00

Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem Michelle Traynor birti á Twitter-síðu sinni síðastliðinn föstudag hefur vakið afar mikla athygli og óhug á samfélagsmiðlinum. Í myndbandinu má sjá nokkra unga karlmenn ógna konum á meðan þær reyna að ná lest á lestarstöð.

Ungu mennirnir eru á leið úr lestinni þegar konurnar koma hlaupandi en þeir ógna þeim markvisst á meðan þær hlaupa til að ná lestinni. Þeir nota mismunandi aðferðir til að ógna konunum, einn þeirra sparkar í áttina að einni konunni en annar stígur fram og lætur eins og hann ætli að vaða í hana.

Þegar síðasta stelpan kemur hlaupandi ógnar einn maðurinn henni með því að stíga fram og láta eins og hann ætli að meiða hana. Stelpan hleypur framhjá þeim manni en þá ýtir næsti maður í hana með hjólinu sínu með þeim hræðilegu afleiðingum að hún dettur á milli lestarinnar og teinanna.

Myndbandið hefur vakið mikinn óhug netverja á Twitter. „Hvar eru konurnar og mennirnir í lífinu þeirra sem eiga að kenna þeim að þetta er ekki eðlileg hegðun. Þessar ungu konur vita að þær þurfa að hlaupa til að koma í veg fyrir að þeir sparki í þær, þetta er ekki nógu gott,“ segir Michelle og fleiri taka í sama streng.

„Þetta er foreldrunum að kenna, að ala svona litla bjána upp. Þetta er ógeðslegt og veldur manni virkilega miklum vonbrigðum. Það er ekki borin virðing fyrir neinum lengur í dag, hjartað mitt brotnaði þegar ég horfði á þetta, aumingja stelpan.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór hluti þjóðarinnar horfði á klám í heimsfaraldrinum

Stór hluti þjóðarinnar horfði á klám í heimsfaraldrinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tesla mun aftur taka við bitcoin þegar hreinni orka verður notuð við vinnslu þess

Tesla mun aftur taka við bitcoin þegar hreinni orka verður notuð við vinnslu þess
Pressan
Fyrir 5 dögum

Biden ætlar að segja Pútín hvar mörkin liggja og heitir því að aðstoða Úkraínu

Biden ætlar að segja Pútín hvar mörkin liggja og heitir því að aðstoða Úkraínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tvíburasysturnar ætla að giftast sama manninum – „Þetta er alls ekki undarlegt í okkar augum“

Tvíburasysturnar ætla að giftast sama manninum – „Þetta er alls ekki undarlegt í okkar augum“