fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Pressan

15.000 börn eru orðin stærsta vandamál Biden

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. mars 2021 22:00

Joe Biden. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og Joe Biden og stjórn hans berjast við að aðstoða Bandaríkjamenn vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er annað mál við það að stela sviðsljósinu. Það er meðferðin á mörg þúsund og jafnvel mörgum milljóna útlendinga. Biden er gagnrýndur af Repúblikönum og samflokksmönnum sínum. Gagnrýnin snýst að mestu um 15.000 börn sem eru ein á ferð og eru nú í vörslu landamæraeftirlitsins.

Innflytjendur streyma nú að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í þeirri von að þeir komist til Bandaríkjanna. Alejandro Mayorkas, ráðherra öryggismála innanlands, telur að það stefni í stærstu bylgju innflytjenda í 20 ár. Reiknað er með að tvær milljónir muni koma að landamærunum á þessu ári.

Þegar Biden tók við embætti hét því að taka upp mun mannúðlegri stefnu í málum innflytjenda en forveri hans, Donald Trump. Til dæmis að ólögráða börnum yrði ekki lengur vísað frá á landamærunum. Gagnrýnendur segja að þessi stefna sé ástæðan fyrir að landamæralögreglan sé að sligast undan álagi. Lindsey Graham, þingmaður Repúblikana í öldungadeildinni, sagði að Biden hafi misst stjórn á landamærunum.

Vicente Gonzalez, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, sagði í samtali við Washington Post að með því að búa til kerfi sem hvetur fólk til að koma að landamærunum sé verið að senda skilaboð til allrar Miðameríku um að ef fólk komi þá fái það að vera.

Nýlega fengu þingmenn að skoða aðstæðurnar sem fyrrgreind 15.000 börn búa við. Chris Murphy, þingmanni Demókrata, var illa brugðið eftir heimsóknina. „Mörg hundruð börn höfð saman í stóru rými. Í einu horni reyndi ég að halda aftur af tárunum á meðan 13 ára stúlka, með aðstoð túlks, sagði hversu hrædd hún væri vegna þess að hún var aðskilin frá ömmu sinni,“ skrifaði hann á Twitter. Hann varpaði þó sökinni á þessu á Trump og stefnu hans í innflytjendamálum og sagði að stjórn Biden væri að gera sitt besta til að greiða úr „óreiðunni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar
Pressan
Í gær

Franskir vínbændur fara illa út úr frostakafla

Franskir vínbændur fara illa út úr frostakafla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stóri bólusetningardagurinn í Danmörku – Ætla að bólusetja 100.000 manns í dag

Stóri bólusetningardagurinn í Danmörku – Ætla að bólusetja 100.000 manns í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hans lést af völdum COVID-19 – Samsæriskenningasmiður sem sagði kórónuveiruna ekki vera til

Hans lést af völdum COVID-19 – Samsæriskenningasmiður sem sagði kórónuveiruna ekki vera til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja alræmda glæpafjölskyldu hafa staðið á bak við ótrúlegan demantaþjófnað

Segja alræmda glæpafjölskyldu hafa staðið á bak við ótrúlegan demantaþjófnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sendi sjálfan sig í flugfrakt á milli heimsálfa

Maðurinn sem sendi sjálfan sig í flugfrakt á milli heimsálfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskar hersveitir sendar að landamærum Úkraínu – Hvað ætlar Pútín að gera?

Rússneskar hersveitir sendar að landamærum Úkraínu – Hvað ætlar Pútín að gera?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna ælir fólk þegar það er með timburmenn

Þess vegna ælir fólk þegar það er með timburmenn