fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

WHO segir að misskipting bóluefna verði sífellt fáránlegri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 06:30

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að á sama tíma og ríku löndin hafa bólusett milljónir manna gegn kórónuveirunni hafi mörg lönd ekki fengið einn einasta skammt af bóluefnum. Segir stofnunin að misskipting bóluefna verði sífellt fáránlegri.

„Munurinn á fjölda bólusetninga í ríku löndunum og þeim sem eru gerðar í gegnum Covax-samstarfið verður fáránlegri með hverjum deginum sem líður,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyseus, framkvæmdastjóri WHO í gær.

Mörg rík lönd hafa lofað að styðja Covax-samstarfið sem var sett á laggirnar af WHO en því er ætlað að tryggja fátækum löndum nægilegt magn bóluefna gegn kórónuveirunni. En sum lönd hafa ekki fengið einn einasta skammt enn sem komið er. Á sama tíma hafa milljónir manna verið bólusettar í ríkum löndum sem hafa pantað tvöfalt meira af bóluefnum en þarf fyrir íbúa þeirra.

„Lönd sem eru byrjuð að bólusetja ungt og heilsuhraust fólk, sem er ekki í mikilli hættu varðandi COVID-19, gera það á kostnað heilbrigðisstarfsfólks, eldra fólks og annarra áhættuhópa í öðrum löndum,“ sagði Ghebreyseus en hann hefur margoft hvatt ríki heims til að skipta bóluefnunum jafnt á milli sín og segir að ef það verði ekki gert aukist líkurnar á að stökkbreytt afbrigði veirunnar dreifist um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?