fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Gerðu óhugnanlega uppgötvun í bangsa dóttur sinnar – Lögreglan varar fólk við

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 05:25

Umræddur bangsi. Mynd: Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust heyrt sögur um fólk sem keypti tösku á flóamarkaði eða á nytjamarkaði og uppgötvaði síðan að í botni töskunnar var allt fullt af peningum. Eða jafnvel um konuna sem keypti málverk á flóamarkaði og það reyndist vera eftir þekktan listmálara og því milljóna virði. Eflaust einhverjar sannar en líklega líka einhverjar flökkusögu.  En bandarísk hjón gerðu nýlega óhugnanlega uppgötvun í bangsa sem þau keyptu á nytjamarkaði og gáfu ungri dóttur sinni.

Fjölskyldan býr í Arizona og keyptu foreldrarnir bangsann í bænum El Mirage. Um Glo Worm bangsa er að ræða. Þegar þau komu heim og ætluðu að þvo bangsann uppgötvuðu þau að hann var fullur af fíkniefnum. Inni í bangsanum var poki með um 5.000 töflum af hinu hættulega efni fentanýli. NBC News skýrir frá þessu.

Fentanýl er mjög sterkt ópíóíðalyf, skylt heróíni, og er notað við verkjameðferð sjúklinga með króníska verki. Það er einnig mjög vinsælt meðal fíkniefnaneytenda.

Töflurnar sem voru inni í bangsanum. Mynd: Lögreglan

Foreldrarnir tilkynntu lögreglunni strax um málið og lagði lögreglan hald á töflurnar. Lögreglan í Phoenix sendi í kjölfarið frá sér aðvörun til foreldra um að skoða notuð leikföng vel áður en börnin fá þau.

„Ég er mjög ánægð með að foreldrarnir brugðust skjótt við og hringdu í lögregluna. Hver einasta af þessum töflum getur drepið tvo,“ sagði Mercedes Fortune, talskona lögreglunnar, í samtali við CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?