fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Pressan

Amnesty segir að dráp á mótmælendum í Mjanmar séu aftökur án dóms og laga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 16:30

Mótmælendur minnast mótmælanda sem herinn skaut til bana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að dráp hersins í Mjanmar á mótmælendum séu eins og aftökur án dóms og laga. Að minnsta kosti 60 mótmælendur hafa verið drepnir af hernum eftir að hann tók völdin 1. febrúar.

Amnesty birti í gær skýrslu um stöðu mála í Mjanmar en hún er byggð á 50 myndbandsupptökum af grimmdarlegri meðferð hersins á mótmælendum. Dpa-fréttastofan segir að talið sé að 60 mótmælendur, hið minnsta, hafi verið drepnir af hernum til þessa.

Amnesty segir að herinn beiti taktík og vopnum sem séu venjulega aðeins notuð á vígvellinum. Joanne Mariner, hjá Amnesty, sagði í fréttatilkynningu að það sé ekkert nýtt að herinn í Mjanmar beiti þessum aðferðum en aldrei fyrr hafi fjöldamorðin verið í beinni útsendingu  til heimsins. Hún sagði að þetta væru ekki verk einstakra yfirmanna heldur snúist þetta um æðstu yfirmenn hersins sem hafi gerst sekir um brot gegn mannkyninu.

Allt frá því að herinn tók völdin hafa fjölmenn mótmæli staðið yfir í landinu en herinn hefur mætt þeim af mikilli hörku. Amnesty segir að leyniskyttum hafi verið beitt gegn mótmælendum og einnig vélbyssum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Veita gleraugu vernd gegn kórónuveirunni?

Veita gleraugu vernd gegn kórónuveirunni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja YouTube vera stóra uppsprettu falsfrétta

Segja YouTube vera stóra uppsprettu falsfrétta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mánaða löng vinna við að stilla fókus James Webb geimsjónaukans er hafin

Mánaða löng vinna við að stilla fókus James Webb geimsjónaukans er hafin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Síðasta ár var hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi

Síðasta ár var hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta gerist í líkamanum ef þú drekkur ekki áfengi í 4 vikur

Þetta gerist í líkamanum ef þú drekkur ekki áfengi í 4 vikur