fbpx
Laugardagur 01.október 2022
Pressan

Hélt að eiginkonan hefði eignast tvíbura – Annað kom í ljós

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 05:24

Upp komst um blekkinguna þegar jarðsetja átti börnin. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári sagði Laura Daudov, sem býr í Rússlandi, eiginmanni sínum, Daud Daudov, að hún væri barnshafandi. En þetta var ekki satt en tíðindin glöddu Daud gríðarlega og þegar Laura sá hversu ánægður hann var með þetta vildi hún ekki eyðileggja gleðina fyrir honum og segja honum sannleikann.

Metro skýrir frá þessu. „Ég vildi ekki gera hann leiðan og því ákvað ég að ljúga að ég væri barnshafandi. Stundum fannst mér eins og maginn á mér stækkaði. Mér fannst ég vera ólétt. Í janúar skoðaði ég vöggur. Það er erfitt að útskýra þetta því ég vissi að ég væri ekki ólétt en ég gat ekki hætt að láta sem ég væri það,“ er haft eftir Laura.

Hún tók íbúð á leigu nærri sjúkrahúsinu og sagði Daud að hún hefði eignast tvíbura þann 3. febrúar. Viku síðar sagði hún honum að þeir hefðu látist af völdum heilablóðfalls. Þau sammæltust um að jarðsetja tvíburana við grafreit fjölskyldu hans. Hún tók dúkkur með, sem hún hafði vafið inn í líkklæði.

Þegar Daud var að leggja dúkkurnar í gröfina sagði frændi hans að hann yrði að fá að sjá andlit þeirra áður. „Ég tók frá andliti annars barnsins og sá að það var ekki með nein augu. Hvað var í gangi? Ég tók því frá andliti hins barnsins. Það var sama sagan. Þetta var dúkka . . . Dúkka,“ sagði hann.

Lögreglan er nú að rannsaka málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fötluð unglingsstúlka myrt á hrottalegan hátt í skólanum sínum

Fötluð unglingsstúlka myrt á hrottalegan hátt í skólanum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari sagður hafa drepið nemanda sinn vegna stafsetningarvillu

Kennari sagður hafa drepið nemanda sinn vegna stafsetningarvillu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hugsanlega hafa 23 látist af völdum ebólu í Úganda

Hugsanlega hafa 23 látist af völdum ebólu í Úganda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus spáði að Karl III afsali sér krúnunni – Óvæntur arftaki

Nostradamus spáði að Karl III afsali sér krúnunni – Óvæntur arftaki
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegt uppgötvun – 380 milljóna ára gamalt

Ótrúlegt uppgötvun – 380 milljóna ára gamalt