fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Pressan

Banna íbúum í Norður-Kóreu að vera með skyggðar rúður í bílum sínum – Andlit kapítalismans

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. febrúar 2021 17:00

Kim Jong-un hefur í hótunum við Bandaríkin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ákveðið að banna íbúum landsins að vera með skyggðar eða litaðar rúður í bílum sínum, ekki að margir eigi bíla í þessum sárafátæka einræðisríki, en samt sem áður þykir vissara að leggja bann við þessu. Ástæðan er að yfirvöld óttast að það ýti undir áhrif kapítalisma ef fólk á bíla með skyggðar rúður.

News.com.au skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir þessum ótta yfirvalda er að ungt fólk í landinu horfir á kvikmyndir og sjónvarpsefni frá öðrum löndum, til dæmis Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum, þrátt fyrir að það sé bannað. Það sama á við um tónlist. Óttast yfirvöld að unga fólkið verði fyrir „slæmum“ áhrifum og vilja auðvelda lögreglunni að koma auga á þegar fólk er með erlendar vörur.

Lögreglan mun sekta þá sem eru með skyggðar rúður og gera þeim að skipta strax um rúður. Ef viðkomandi er tekinn í annað sinn með skyggðar rúður verður lagt hald á bílinn. Sektarupphæðirnar eru ekki háar á íslenskan mælikvarða eða sem nemur um 300 krónum en það er mikið í Norður-Kóreu.

Margir eru ósáttir við bannið og sjá ekki tengingu skyggðra rúða við kapítalisma. „Þeim finnst þetta fáránleg. Lögreglan segir að aðeins þeir sem aðhyllast kapítalisma setji skyggðar rúður í bíla sína,“ hefur Radio Free Asia eftir íbúa í landinu. Annar sagði að bannið sýni vel hversu mikið yfirvöld óttast að missa tökin og þar með völdin yfir almenningi í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda

Skelfilegt ástand á Indlandi – Starfsfólk í líkbrennslum og grafreitum trúir ekki dánartölum yfirvalda
Pressan
Í gær

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“

Samband Bill og Melinda Gates – „Hún átti aðra kærasta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk segir að hugsanlega snúi ekki allir geimfarar aftur lifandi frá Mars

Elon Musk segir að hugsanlega snúi ekki allir geimfarar aftur lifandi frá Mars
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt bóluefni veitir 77% vörn gegn malaríu

Nýtt bóluefni veitir 77% vörn gegn malaríu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús
Pressan
Fyrir 4 dögum

Granateplasending hleypti samskiptum Líbanon og Sádí-Arabíu í loft upp

Granateplasending hleypti samskiptum Líbanon og Sádí-Arabíu í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Týndist fyrir sex mánuðum – Fannst á lífi nýlega – Lifði á grasi og mosa

Týndist fyrir sex mánuðum – Fannst á lífi nýlega – Lifði á grasi og mosa