fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Hún gagnrýndi viðbrögð Trump við heimsfaraldrinum – Nú hvílir ábyrgðin á henni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 07:59

Rochelle Walensky. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rochelle Walensky var sérfræðingur hjá CNN sjónvarpsstöðinni í heilbrigðismálum. Hún var ekki feimin við að gagnrýna viðbrögð Donald Trump og stjórnar hans við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Nú er hún komin í nýtt starf því nú hvílir ábyrgðin á viðbrögðum ríkisstjórnar Joe Biden við heimsfaraldrinum á hennar herðum. Þetta vekur gleði meðal starfsbræðra hennar en hún er læknir að mennt og hefur sérhæft sig í rannsóknum á HIV og smitsjúkdómum.

„Sumir hafa kallað þetta fjöldamorð en þetta er meira en það,“ sagði hún í október þegar hún ræddi um viðbrögð Trump og stjórnar hans við faraldrinum. Hún gagnrýndi forsetann fyrir að halda fjölmenna kosningafundi á sama tíma og smitum fór fjölgandi en hún túlkaði fjöldafundi forsetans sem tilraun til að ná hjarðónæmi með því að láta sem flesta smitast. „Ég vil gjarnan segja það skýrt og skorinort: Hjarðónæmi næst með bólusetningum – ekki með fjöldasmitaáætlun.“

Nú reynir á hvort hún geti gert betur en hún tók við sem forstjóri CDC, bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar, þann 20. janúar þegar Joe Biden tók við embætti forseta. Hún er því orðin lykilmanneskja í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum.

Samkvæmt því sem vísindaritið The Lancet segir þá hóf Walensky feril sinn á Johns Hopkins í Baltimore. Þar sannfærðist hún um að hún ætti að sérhæfa sig í smitsjúkdómum. Sem læknanemi á tíunda áratugnum upplifði hún HIV-faraldurinn í návígi og horfði upp á fjölda fólks leggjast inn á sjúkrahús án þess að eiga mikla von um lækningu. „Á námsárunum lögðum við sex-sjö sjúklinga inn á hverju kvöldi, helmingur þeirra var var með HIV eða var að deyja úr AIDS,“ hefur The Lancet eftir henni.

En vísindamenn gerðu nýjar uppgötvanir og um miðjan tíunda áratuginn var hægt að byrja að gefa sjúklingum lyf sem gerðu að verkum að AIDS var ekki lengur dauðadómur. Allt frá þessum tíma hefur Walensky einbeitt sér að rannsóknum á smitsjúkdómum og baráttunni gegn þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti