fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

10.000 mótmæltu sóttvarnaaðgerðum í Vín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 07:52

Ekki eru allir sáttir við sóttvarnaaðgerðirnar í Austurríki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir lögreglumenn slösuðust þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglunnar í Vín í Austurríki í gær. Fólkið var að mótmæla þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Lögreglan tilkynnti á laugardaginn að bann hefði verið sett við mótmælum eftir að um 10.000 manns tóku þátt í svipuðum mótmælum fyrr í janúar. En það stöðvaði mótmælendur ekki í gær og söfnuðust mörg þúsund manns saman. Það var öfgahægriflokkurinn FPÖ (Frelsisflokkurinn) sem skipulagði mótmælin en meðal mótmælenda mátti einnig sjá nýnasista.

Mótmælendur hindruðu umferð á götum á meðan þeir gengu fylktu liði í átt að þinghúsinu. Margir þeirra notuðu ekki andlitsgrímur eða virtu reglur um fjarlægðarmörk. Tíu voru handteknir.

FPÖ boðaði til mótmælanna til að mótmæla hörðum sóttvarnaaðgerðum en nýlega var gripið til harðra aðgerða í þriðja sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“