fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Telja sig hafa upplýst dularfullu kattadrápin – 400 kettir voru drepnir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 07:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja sig vera búna að leysa ráðgátuna um kattadrápin í Lundúnum á árunum 2014 til 2018 en þá voru 400 kettir drepnir. Hræ þeirra voru illa leikin og óttuðust margir að „raðkattamorðingi“ gengi laus í borginni.  Hann fékk meira að segja viðurnefnið „Croydon cat killer“.

Nýverið birtu vísindamennirnir niðurstöður rannsóknar sinnar í tímaritinu Veterinary Pathology. Þær styðja kenningu Lundúnalögreglunnar um að engin raðkattamorðingi hafi verið að verki og að raunar hafi mannshöndin ekki komið nærri drápum á köttunum.

Kettirnir voru drepnir á ýmsum stöðum í borginni og fjölmiðlar veltu því upp að „kattadrápari“ gengi laus í borginni. Margir óttuðust að fólki stafaði ógn af þessum manni. Lögreglan hóf umfangsmikla rannsókn sem gekk undir nafninu „Operation Takahe“.

En niðurstaða DNA-rannsókna á 32 kattarhræjum, sem lögreglunni voru afhent, sýndu að mannshöndin hafði ekki komið nærri drápunum á köttunum. Vísindamennirnir leituðu einnig að lífsýnum úr refum, hundum og greifingjum á hræjunum og krufðu þau.

Niðurstaða þeirra er að lífsýni úr refum voru á hræjunum og segja þeir að refir hafi drepið kettina. Þeir segja einnig að áverkar á hræjunum passi við að refir hafi drepið þá.

Hvað varðar þau hræ sem engir greinilegir áverkar eftir refi fundust á segja þeir að þeir kettir hafi drepist við ákeyrslu og lifrarbilun eftir að hafa drukkið frostlög. Átta af köttunum 32 höfðu glímt við hjartasjúkdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug