fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Pressan

Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 05:59

Christy Giles. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt mál verður sífellt óhugnanlegra og hefur nú kostað tvö mannslíf. Það hófst 13. nóvember þegar fyrirsætan Christy Giles og vinkona hennar, arkitektinn Hilda Marcela Cabrales-Arzola, fundust meðvitundarlausar fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið í Kaliforníu. Nú eru þær báðar dánar.

Christy lést fljótlega eftir að henni var kastað fyrir framan sjúkrahús í Culver City en það voru tveir grímuklæddir menn sem skildu hana eftir þar. Hilda barðist fyrir lífi sínu í tvær vikur eftir að hún fannst fyrir utan Permanente West Los Angeles sjúkrahúsið. Hún var úrskurðuð heiladauð fyrir nokkrum dögum og fjölskylda hennar gaf líffæri hennar til fólks sem beið eftir líffærum.

Stóra spurningin er hver skildi Christy og Hilda eftir fyrir utan sjúkrahúsin. Fjölskyldur þeirra telja að þeim hafi verið byrluð ólyfjan eftir að þær höfðu verið úti að skemmta sér. Christy var 24 ára og Hilda 27 ára.

Hilda. Mynd:Instagram

Þær höfðu farið út að skemmta sér í Los Angeles. Hilda hitti að sögn mann og fór með honum og Christy í partí í Hollywood Hills. Móðir Christy sagði í samtali við The Sun að hún sé sannfærð um að hún hafi aldrei komist í partíið og að henni hafi verið byrluð ólyfjan og síðan misnotuð kynferðislega.

Jan Cilliers, eiginmaður Christy, segist hafa séð upptöku af dökkklæddum grímuklæddum mönnum sem ýttu Christy út úr Toyota Prius við sjúkrahúsið.

Staðsetningarbúnaður í farsíma Christy sýnir að hún var síðast í íbúð í Beverly Hills en nágrannar segjast hafa heyrt konur veina af sársauka nokkrum klukkustundum áður en Christy og Hilda var hent fyrir framan sjúkrahúsin.

Í síma Christy fundust einnig skilaboð sem voru send klukkan 05.38 til Hilda þar sem sagði: „Komum okkur héðan.“ Hilda svaraði þessu með „já“ og pantaði síðan Uber. Síðan er ekki að sjá að Christy hafi lesið fleiri skilaboð sem bárust í síma hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrap Boeing 737-800 flugvélar í Kína í mars var líklega viljaverk

Hrap Boeing 737-800 flugvélar í Kína í mars var líklega viljaverk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó

Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flytur inn til Elísabetar drottningar

Flytur inn til Elísabetar drottningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim