fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Pressan

Varpa ljósi á uppruna vatns hér á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 18:30

Hvaðan kom vatnið?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við University of Glasgow segja að vísbendingar séu um að agnir frá sólinni hafi myndað vatn á yfirborði rykagna á loftsteinum sem lentu á jörðinni. Vísindamenn hafa lengi rætt um uppruna vatns hér á jörðinni, hvort það hafi verið til staðar þegar jörðin myndaðist eða hvort það hafi borist annars staðar frá.

En niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að vatn eigi rætur að rekja til sólarinnar. Samkvæmt því sem stjörnufræðingar segja gæti geislun frá sólinni hafa myndað vatn á yfirborði rykagna sem bárust síðan til jarðarinnar með loftsteinum fyrir milljörðum ára.

Sky News skýrir frá þessu. Vatn þekur rúmlega 70% af yfirborði jarðarinnar en vísindamenn hafa velt vöngum yfir uppruna þess áratugum saman.

Niðurstöður nýju rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímaritinu Nature Astronomy. Það voru vísindamenn við University of Glasgow sem stýrðu rannsókninni.

Luke Daly, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að sólarvindar séu straumar af vetnis- og helíumjónum, að mestu, sem streymi stanslaust frá sólinni út í geiminn. Þegar vetnisjónin lendi á loftlausu yfirborði eins og loftsteini eða rykögn borist þær nokkra tugi nanómetra niður í yfirborðið þar sem þær geta haft áhrif á efnasamsetningu steinsins. Með tímanum geti vetnisjónin leyst nægilega mikið af súrefnisatómum úr efnum í steininum til að mynda H2O, vatn, sem leynist í málmum í steininum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrap Boeing 737-800 flugvélar í Kína í mars var líklega viljaverk

Hrap Boeing 737-800 flugvélar í Kína í mars var líklega viljaverk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó

Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flytur inn til Elísabetar drottningar

Flytur inn til Elísabetar drottningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim