fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Af hverju voru nútímamenn svona lengi að koma sér fyrir í Evrópu?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 10:00

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nútímamaðurinn, Homo sapiens, gerði margar misheppnaðar tilraunir til að setjast að í Evrópu áður en það tókst og hann tók álfuna yfir. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á flutningi Homo sapiens frá Afríku til Evrópu fyrir tugum þúsunda ára.

The Guardian segir að vísindamenn hafi nýlega staðsett nákvæmlega staði í Búlgaríu, Rúmeníu og Tékklandi þar sem 40.000 til 50.000 ára gömul bein af Homo sapiens hafa fundist. En DNA-rannsóknir á þessum beinum sýna að þetta fólk er alls ótengt nútíma Evrópubúum. Þessar gömlu byggðir virðast hafa verið myndaðar af hópum fyrstu nútímamannanna sem lifðu ekki af til að skila genum sínum áfram,“ er haft eftir Chris Stringer, prófessor hjá Náttúrufræðisafninu í Lundúnum. Hann sagði þetta vera „týnda ættarlínu tegundarinnar okkar“.

Hann sagði einnig að það hafi verið vendipunktur að þessir fyrstu nútímamenn hurfu af sjónarsviðinu og þannig hafi Neanderdalsmenn haldið velli í Evrópu í nokkur þúsund ár til viðbótar áður en nútímamenn tóku álfuna yfir.

Nútímamaðurinn, Homo sapiens, kom fyrst fram á sjónarsviðið í Afríku fyrir um 200.000 árum og breiddist hægt og rólega út um álfuna áður en hann lagði land undir fót og nam land í vesturhluta Asíu fyrir um 60.000 árum. Síðan hélt tegundin áfram að dreifa sér um heiminn og á endanum stóð hún uppi sem eina tegund manna.

Neanderdalsmenn voru meðal síðustu tegundanna til að hverfa af yfirborði jarðar eða fyrir um 39.000 árum. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að „yfirtaka“ nútímamannsins gekk þó ekki alltaf þrautalaust fyrir sig og að í sumum tilfellum hafi hópar fyrstu landnemanna „horfið“ þegar þeir héldu til Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið