fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ted Cruz sakar brúðu úr Sesamestræti um „áróður“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 17:30

Big Bird. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega veittu bandarísk yfirvöld heimild til að nota bóluefnið frá Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni fyrir 5 til 11 ára börn. Joe Biden, forseti, hefur sagt þessa ákvörðun marka þáttaskil í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í kjölfar ákvörðunarinnar skýrði „Big Bird“, sem er ein af brúðunum í Sesamestræti, frá því á Twitter að hann væri búinn að láta bólusetja sig gegn veirunni og nefndi nokkra kosti bólusetninga. En þetta fór ekki vel í Ted Cruz, þingmann Repúblikana frá Texas sem tjáði sig um málið á Twitter.

Í færslu sinni á Twitter skrifaði Big Bird, sem er sex ára að eilífu,: „Ég fór í bólusetningu gegn COVID-19 í dag! Ég er aðeins aumur í vængnum en þetta veitir líkama mínum auka vernd sem heldur mér og öðrum heilbrigðum.“

En þessi skrif fóru illa í Cruz, sem er sjálfur bólusettur og hefur sagt að hann hafi trú á bóluefnum. Hann svaraði færslunni með því að segja: „Áróður í boði stjórnvalda . . . fyrir 5 ára börnin ykkar!“

En Joe Biden var nú ekki sömu skoðunar og Cruz og hrósaði Big Bird á Twitter fyrir að hafa látið bólusetja sig því bólusetning væri besta leiðin til að tryggja öryggi annarra.

En margir hægrimenn hafa tekið undir sjónarmið Cruz. Til dæmis skrifaði Steve Cortes, sem er þáttastjórnandi hjá Newsmax, sem er íhaldssamur miðill: „Áróður af þessu tagi er í raun illur.“

Lisa Boothe, hjá Fox News, sakaði sjónvarpsstöðvar um „heilaþvott á börnum sem eru ekki í hættu vegna COVID“. Þetta er ekki rétt hjá henni, eins og flestum er kunnugt, því börn geta líka smitast af kórónuveirunni og veikst af COVID-19 en þau eru þó í minni hættu en fullorðnir. Í umfjöllun Sky News um málið kemur fram að í lok október hafi 6,4 milljónir bandarískra barna verið búin að greinast með veiruna en það eru 16% af öllum smitum í Bandaríkjunum. Tölur frá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni CDC sýna að 471 barn, að minnsta kosti, á aldrinum fimm til ellefu ára hafa látist af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“