fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Pressan

Vilja greiða lögreglumönnum, sem neita að láta bólusetja sig, 5.000 dollara

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. október 2021 20:00

Bandarískir lögreglumenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rond DeSantis, Repúblikani og ríkisstjóri í Flórída, segist vilja greiða lögreglumönnum úr öðrum ríkjum 5.000 dollara ef þeir hafa misst vinnuna fyrir að neita að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þessu fylgir þó sú kvöð að þeir verða að ráða sig til starfa í Flórída sem lögreglumenn.

Fox News hefur eftir honum að unnið sé að því að fá lögreglumenn úr öðrum ríkjum til starfa í Flórída.

Í mörgum borgum og ríkjum hafa yfirvöld gert opinberum starfsmönnum að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni eða missa vinnuna að öðrum kosti. Töluverð andstaða er við þessar kröfur meðal lögreglumanna og sjúkraflutningamanna og hafa fjölmiðlar, sem eru á hægri vængnum, verið duglegir að fjalla um slík mál. Einnig hafa stjórnmálamenn, sem eru andvígir aðgerðum yfirvalda vegna heimsfaraldursins, notað þetta til að ráðast á Joe Biden, forseta, og stjórn hans.

DeSantis sagði að þörf væri fyrir fleiri lögreglumenn í ríkinu og hann vonist því til að þing ríkisins samþykki lög sem kveða á um að lögreglumenn, sem ráða sig til starfa í Flórída, fái 5.000 dollara eingreiðslu.

DeSantis nýtur góðs stuðnings meðal Repúblikana þegar kannað er hverja þeir telja góðan kost til að verða forsetaframbjóðandi flokksins í kosningunum 2024. Hann hefur náð þeirri stöðu með því að taka sér stöðu þétt við hlið Donald Trump og sjónarmiða hans.

Eins og aðrir stjórnmálamenn, sem standa í skugga Trump, hefur DeSantis verið andvígur almennum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldursins sem hefur kostað 743.000 manns lífið í Bandaríkjunum. Þar af um 70.000 í Flórída.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira