fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Í fyrsta sinn í sögunni fækkaði fólki í Suður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 14:30

Þessir Suður-Kóreubúar yngjast um eitt ár á næsta ári. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni fækkaði fólki í Suður-Kóreu á einu ári. Þetta gerðist á síðasta ári en yfirvöld birtu nýlega tölur um mannfjölda í þessu fjórða stærsta hagkerfi Asíu. Ástæður fólksfækkunar eru hærri meðalaldur og lækkandi fæðingartíðni.

Í lok ársins 2020 voru landsmenn rúmlega 51,8 milljónir og hafði fækkað um 20.838 frá 2019.

Fólki fjölgaði í landinu árlega síðasta áratuginn en þó hafði hægt mjög á fjölguninni. 2010 var hún 1,49% en var komin niður í 0,05% 2019. Yonhap skýrir frá þessu.

Þróunin í Suður-Kóreu er sú sama og hefur lengi verið í Japan. Þetta kallar á aðgerðir yfirvalda að sögn innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórnin kynnti nýlega aðgerðir til að hvetja fólk til að eignast fleiri börn. Þar á meðal er eingreiðsla til barnshafandi kvenna og mánaðarlegar barnabætur þar til börnin ná 12 ára aldri. Gagnrýnendur segja að þetta sé ekki nóg því það fylgi því mikill kostnaður að eiga mörg börn, til dæmis menntunarkostnaður og húsnæðiskostnaður.

Um leið og heildarmannfjöldinn dregst saman fjölgar fólki 60 ára og eldra en það er nú 24% af þjóðinni. Þróunin á sér stað bæði í borgum og bæjum og dreifbýli að sögn Yonhap.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið