fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Svíar slökuðu ekki á um áramótin – Mikið annríki hjá lögreglu og þúsundir söfnuðust saman

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. janúar 2021 12:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænsk yfirvöld höfðu hvatt Svía til að ganga hægt og rólega um gleðinnar dyr um áramót og huga að sóttvörnum, virða reglur um hámarksfjölda og forðast ónauðsynlega dreifingu kórónuveirusmita. Það er ekki að ástæðulausu að fólk var hvatt til þess að hafa hægt um sig því kórónuveirufaraldurinn hefur verið nær stjórnlaus í landinu að undanförnu og dánartölur hækka mikið á hverjum degi.

En það er óhætt að segja að margir hafi látið þetta sem vind um eyru þjóta og hafi bara gert það sem þeim sýndist í gærkvöldi og nótt, að minnsta kosti ef miða má við annríkið hjá lögreglunni víða um land. Aftonbladet segir að í Stokkhólmi og á Gotlandi hafi lögreglunni borist tvisvar sinnum fleiri erindi varðandi flugelda en árið áður. Í Gautaborg söfnuðust mörg þúsund manns saman til að skjóta upp flugeldum um miðnætti.

Í mörgum bæjum og borgum skutu ungmenni flugeldum að lögreglunni.

Á Skáni bárust lögreglunni um 900 beiðnir frá almenningi frá klukkan 18 til 05.30 en það eru tvöfalt fleiri beiðnir en á venjulegum degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið