fbpx
Föstudagur 27.maí 2022
Pressan

Ættingjar þeirra sem létust fjármagna nýja rannsókn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 06:59

Estonia. Mynd:Pierre Vauthey/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 28. september 1994 fórst ferjan Estonia þegar hún var á leið frá Tallin í Eistlandi til Stokkhólms. 852 fórust með ferjunni en 147 lifðu slysið af. Það er enn ráðgáta hvað varð til þess að ferjan fórst. Nú hefur verið ákveðið að senda nýjan rannsóknarleiðangur af stað til að rannsaka flak skipsins og þá aðallega gat á skrokki þess en það uppgötvaðist á síðasta ári.

Það eru ættingjar þeirra sem fórust sem fjármagna rannsóknina. Mjög slæmt veður var þegar ferjan fórst, ölduhæðin var 4 til 6 metrar. Varð það til að afturhleri ferjunnar rifnaði af. Rannsóknarnefnd komst síðar að þeirri niðurstöðu að ferjan hefði farist vegna þess að hlerinn rifnaði af.

En margir hafa undrast hvernig getur staðið á því að ferjan sökk á tæpri klukkustund. Þeir sem lifðu slysið af og ættingjar hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að ítarleg rannsókn verði gerð á slysinu.

Rannsóknarskipið Sentinel er nú á leið frá Hollandi til finnsku eyjunnar Uto, sem er nærri þeim stað þar sem flak Estonia er, til rannsóknar á flakinu. Aðalmarkmiðið er að rannsaka 4,1,2 metra gat sem fannst á skrokknum á síðasta ári. Þess er ekki getið í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ófrjóir karlar hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein

Ófrjóir karlar hugsanlega tvöfalt líklegri til að fá brjóstakrabbamein
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kettir þekkja nöfn hver annars og eigenda sinna

Kettir þekkja nöfn hver annars og eigenda sinna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kirsten var rænt eftir vinnustaðapartý – Við tók hryllingssólarhringur

Kirsten var rænt eftir vinnustaðapartý – Við tók hryllingssólarhringur