fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Höggmynd veldur úlfúð meðal íbúa – „Kynlífsleikfang fyrir endaþarm“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 05:59

Umrætt listaverk. Mynd:Københavns Kommune

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei takk við þessum stóra svarta skúlptúr fyrir utan gluggana mína. Hann mun standa 3-5 metra frá útsýninu mínu,“ segir í einni af þeim athugasemdum sem íbúar í A/B Vennelyst við Christmas Møller Plads á Amager í Kaupmannahöfn sendu skipulagsyfirvöldum í kjölfar grenndarkynningar á höggmyndinni „Porten til Amager“ sem stendur til að setja upp.

9 athugasemdir bárust og af þeim voru 8 gagnrýnar á staðsetningu höggmyndarinnar. En samt sem áður hefur skipulagsnefnd borgarinnar komist að þeirri niðurstöðu að íbúarnir hafi samþykkt staðsetningu höggmyndarinnar.

Lítil eining hefur ríkt um höggmyndina og meðal annars sagði Rune Dybvad, fulltrúi jafnaðarmanna í skipulagsnefnd Kaupmannahafnarborgar, að hún væri eins og „kynlífsleikfang fyrir endaþarm“.

Þegar skipulagsnefndin greiddi atkvæði um staðsetningu höggmyndarinnar sátu allir þrír fulltrúar jafnaðarmanna hjá. Þeir sögðu að þeir væru ósammála mati stjórnsýslunnar á þeim athugasemdum sem bárust vegna málsins og ljóst sé að nágrannarnir vilji ekki hafa höggmyndina á þessum stað. En fulltrúar annarra flokka í nefndinni voru þessu ekki sammála og greiddu atkvæði með því að „Porten til Amager“ verði staðsett á Christmas Møller Plads. Því munu íbúar þar geta virt „kynlífsleikfang fyrir endaþarm“ fyrir sér í framtíðinni þegar þeir líta út um glugga sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?