fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Trump þarf að losa sig við krúnudjásn sitt – Mikill álitshnekkir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 06:59

The Trump International Hotel. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á framhliðinni stendur nafn hans með gylltum stöfum. Frá efstu hæðinni er útsýni til miðpunktar valdsins. Þetta er International Hotel í Washington D.C. en það er krúnudjásnið í eignasafni Donald Trump, fyrrum forseta. Nú stefnir í að hann þurfi að selja hótelið og er það sagt vera mikill álitshnekkir fyrir hann.

Axios skýrir frá þessu auk fleiri bandarískra miðla. Hótelið er við Pennsylvania Avenue, í nokkur hundruð metra fjarlægð frá Hvíta húsinu. Orðrómur hefur lengi verið uppi um að Trump neyðist til að selja hótelið en rekstur hótelveldis hans gengur illa. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert reksturinn erfiðan hjá hótelum um allan heim og eru hótel Trump ekki undanskilin. Lúxushótel hafa orðið sérstaklega illa úti í faraldrinum.

International Hotel, sem var áður pósthús, hefur verið í eignasafni Trump síðan 2013. Hann á þó ekki húsnæðið en er með langtímaleigusamning sem heimilar honum að reka bygginguna og velja nafn á hana. Gildir samningurinn í rúmlega 50 ár til viðbótar. Er Trump nú sagður reyna að selja samninginn.

Hótelið hefur lengi verið mikilvægt fyrir Trump og áhrifafólk í Repúblikanaflokknum, sérstaklega veitingastaðurinn BLT Prime sem er þar. Trump átti það til að „detta“ inn í mat þegar hann var forseti.

Borðið hans, borð númer 72 sem er í miðjum veitingasalnum, var alltaf laust, svona ef ske kynni að forsetinn liti við. Það voru aðeins eiginkona hans, Melania, börnin hans og nánir ráðgjafar á borð við Rudy Giuliani eða Mike Pence, varaforseti, sem máttu sitja við borðið án Trump.

Í veitingasalnum var oft hægt að finna elítuna úr Repúblikanaflokknum en hún var þar oft í þeirri von að hitta forsetann. Hótelið var því einn af miðpunktum Repúblikanaflokksins og ekki skemmdi fyrir að það var miklu minni öryggisgæsla þar en við Hvíta húsið.

Sérstakar reglur giltu um það þegar Trump birtist á BLT Prime. Til dæmis voru til leiðbeiningar í sjö liðum um hvernig hann vildi fá Diet Coke sitt en tímaritið Washingtonian fjallaði eitt sinn um þær. Það var ekki sama hvernig upptakari var notaður til að opna flöskurnar eða hvernig þjóninn hélt um flöskuna hverju sinni.

Trump borðaði alltaf sömu réttina. Rækjukokteil, gegnumsteikta nautasteik og franskar kartöflur. Hann varð að vera með stærstu steikina við borðið og því voru alltaf til sérstakar „Trumpsteikur“ í eldhúsinu, svona ef forsetinn skyldi kíkja við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“