fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Sjúkrahússtarfsmenn handteknir – Kröfðu COVID-19-sjúklinga um greiðslu fyrir sjúkrarúm

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 07:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Perú hefur handtekið níu sjúkrahússtarfsmenn sem eru grunaðir um að hafa krafið COVID-19-sjúklinga um greiðslu upp á sem svarar til um 2,5 milljóna íslenskra króna fyrir pláss á sjúkrahúsi. Sjúkrahúsið sem um ræðir er rekið af ríkinu og þar á fólk að fá ókeypis þjónustu.

Það var í gærmorgun sem lögreglan handtók fólkið en á meðal hinna handteknu eru stjórnendur sjúkrahússins, sem heitir Guillermo Almenara Irigoyen, sem er í Lima.

Lögreglunni hafði borist ábending frá bróður sjúklings sem var krafinn um sem svarar til um 2,5 milljóna íslenskra króna fyrir pláss á gjörgæsludeild og læknismeðferð.

Þegar heimsfaraldurinn var í hámarki í Perú greiddu margir sjúklingar háar upphæðir til að komast að á einkasjúkrahúsum en þá var opinbera heilbrigðiskerfið komið að fótum fram.

Á Guillermo Almenara Irigoyen sjúkrahúsinu á öll þjónusta að vera ókeypis en það getur hins vegar verið löng bið eftir að komast að en 80 gjörgæslurými eru þar.

Í mars á síðasta ári voru aðeins nokkur hundruð gjörgæslurými í öllu landinu en þau eru nú um 3.000 að sögn Sky News. Rúmlega tvær milljónir Perúbúa hafa greinst með kórónuveiruna og tæplega 200.000 dauðsföll af völdum COVID-19 hafa verið skráð. 33 milljónir búa í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu