fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Tugir handteknir á Kúbu eftir mótmæli gegn kommúnistastjórninni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 06:14

Frá mótmælum í Havana í sumar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir hafa verið handteknir í kjölfar fjölmennustu mótmæla gegn kommúnistastjórninni áratugum saman. Mörg þúsund manns mótmæltu stjórninni, slæmu efnahagsástandi og skorti á lyfjum og matvælum á sunnudaginn. Fólk er einnig óánægt með viðbrögð stjórnarinnar við heimsfaraldrinum.

BBC skýrir frá þessu og segir að mótmælin séu mjög athyglisverð í ljósi þess að þeim sem gagnrýna stjórnvöld sé yfirleitt refsað af mikilli hörku.

Miguel Díaz-Canel, forseti, hvatti stuðningsfólk kommúnistastjórnarinnar til að berjast gegn mótmælendunum.

„Þeir leifa okkur ekki að lifa,“ sagði einn mótmælandi, Alejandro, í samtali við BBC og lagði áherslu á að skortur væri á mat, lyfjum og frelsi á Kúbu.

Mótmælendur kröfðust frelsis og hrópuðu „niður með einræðisstjórnina“ þegar þeir mótmæltu í borgum og bæjum um allt land, þar á meðal í höfuðborginni Havana. „Við erum ekki hrædd. Við viljum breytingar. Við viljum ekki einræðisstjórn lengur,“ hefur BBC eftir ónafngreindum mótmælanda.

Nú hafa öryggissveitir handtekið fjölda mótmælenda og á myndum á samfélagsmiðlum sjást öryggissveitirnar handtaka og berja fólk og úða piparúða á það.

Efnahagsástandið á Kúbu hefur farið versnandi undanfarin tvö ár. Ríkisstjórnin kennir aðallega refsiaðgerðum Bandaríkjanna um og heimsfaraldrinum en gagnrýnendur hennar segja að ástæðan sé að ríkisstjórnin sé pólitískt getulaus og eins flokks kerfi landsins eigi einnig hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?