fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Rösk ganga í tvær og hálfa klukkustund á viku getur komið í veg fyrir ótímabært andlát

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 09:30

Það er bara að drífa sig út í göngutúr, sama hvernig veðrið er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slæm svefngæði hafa verið tengd við ýmsa lífshættulega sjúkdóma, þar á meðal hjartasjúkdóma, heilablóðfall og krabbamein. Allt getur þetta leitt til ótímabærs dauða. En það er hægt að draga úr líkunum á ótímabærum dauða með því að ganga rösklega í tvær og hálfa klukkustund á viku.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem 380.055 manns tóku þátt í á 11 ára tímabili. Niðurstöður hennar eru að það að hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO komi í veg fyrir hjartasjúkdóma, heilablóðföll og krabbamein.

Niðurstöðurnar benda til þess að tveggja og hálfrar klukkustunda röskleg ganga á viku eða hlaup í eina klukkustund og fimmtán mínútur eyði að mestu áhrifum slæms svefns á heilsuna og þannig hættunni á ótímabærum dauða. Sky News skýrir frá þessu.

Niðurstöðurnar benda til að fólk sem hreyfir sig lítið og sefur illa sé 57% líklegra til að deyja ótímabærum dauða en þeir sem hreyfa sig mikið og sofa betur í kjölfar hreyfingarinnar.

Þeir hreyfinga- og svefnlitlu voru einnig í 67% meiri hættu á að þróa með sér hjartasjúkdóma og voru 45% líklegri til að greinast með krabbamein.

Meðalaldur þátttakendanna var 65 ár. 15.503 létust á meðan á rannsókninni stóð. 4.095 létust af völdum hjartasjúkdóma. 9.064 úr krabbameini og 1.932 úr kransæðastíflu. 359 létust af völdum heilablóðfalls og 450 af völdum blóðtappa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið