fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Pressan

Kanadísk yfirvöld segja the Three Percenters vera hryðjuverkasamtök

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 18:00

Bandarískir félagar í Three Percenters. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn settu kanadísk yfirvöld bandarísku samtökin the Three Percenters í flokk hryðjuverkasamtaka. Sögðust yfirvöld hafa góðar ástæður til að ætla að samtökin, sem eru samtök bandarískra öfgahægrimanna sem vilja ekkert ríkisvald, séu nú starfandi í Kanada og hafi kanadískir embættismenn fylgst með starfsemi samtakanna og hafi vaxandi áhyggjur af þeim.

Bill Blair, ráðherra öryggismála, sagði á fréttamannafundi að Three Percenters hafi verið tengd við sprengjuárásir, sem beindust gegn bandarískum stjórnarbyggingum og samfélögum múslíma. Þau hafi einnig haft í hyggju að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra í Michigan, og sprengja sprengjur í tengslum við mannránið.

Aðeins eru nokkrar vikur síðan fjórir meðlimir samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrir samsæri og fyrir þátttöku í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn.

Ekki er langt síðan kanadísk yfirvöld lýstu Proud Boys samtökin hryðjuverkasamtök en það eru einnig samtök öfgahægrimanna sem lýsa sér sjálfum sem „Vestrænum karlrembum“. Samtökin eru þekkt fyrir tengsl félagsmanna við ofbeldisverk. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki lýst Proud Boys eða Three Percenters sem hryðjuverkasamtök.

The Three Percenters samtökin voru stofnuð 2008. Nafnið er rakið til staðlausra fullyrðinga um að aðeins 3% landnema hafi barist gegn Bretum þegar Bandaríkjamenn börðust fyrir sjálfstæði sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndir frá mótmælum í Moskvu vegna herkvaðningarinnar í Rússlandi – Yfir 800 handteknir

Myndir frá mótmælum í Moskvu vegna herkvaðningarinnar í Rússlandi – Yfir 800 handteknir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hækka viðbúnaðarstig við ofureldfjall – Eldgos þar fyrir 1.800 árum var það stærsta á jörðinni síðustu 5.000 ár

Hækka viðbúnaðarstig við ofureldfjall – Eldgos þar fyrir 1.800 árum var það stærsta á jörðinni síðustu 5.000 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilir eiginmanninum með móður sinni og systur – „Þegar mig langar ekki, get ég bara látið manninn minn fá hana“

Deilir eiginmanninum með móður sinni og systur – „Þegar mig langar ekki, get ég bara látið manninn minn fá hana“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jarðarförin ,,öryggismartöð“ og mörg ár í undirbúningi – Valdamesta og tignasta fólks heims á sömu fermetrunum – Þekkir þú fólkið á myndinni?

Jarðarförin ,,öryggismartöð“ og mörg ár í undirbúningi – Valdamesta og tignasta fólks heims á sömu fermetrunum – Þekkir þú fólkið á myndinni?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banna kjötauglýsingar á almannafæri

Banna kjötauglýsingar á almannafæri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pútín kallar eftir friðsamlegri úrlausn í deilu Tadsíkistan og Kirgistan

Pútín kallar eftir friðsamlegri úrlausn í deilu Tadsíkistan og Kirgistan
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harry niðurlægður og sár eftir að hann fékk ekki að bera fangamark Elísabetar ömmu sinnar á minningarvaktinni

Harry niðurlægður og sár eftir að hann fékk ekki að bera fangamark Elísabetar ömmu sinnar á minningarvaktinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hafa fundið skýringu á hvernig steinblokkir voru fluttar til Giza

Hafa fundið skýringu á hvernig steinblokkir voru fluttar til Giza