fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Þetta var kornið sem fyllti mælinn – Þess vegna fór Harry prins í viðtalið hjá Oprah

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 05:55

Harry og Meghan í viðtali hjá Oprah. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er þá tók spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey viðtal við Harry prins og Meghan Markel, eiginkonu hans, fyrr á árinu. Nú eru nýjar upplýsingar komnar fram um hvað gerðist sólarhringinn fyrir viðtalið en þeir atburðir urðu til þess að Harry ákvað að fara í það. Var viðtalið eiginlega hefnd hans gagnvart ömmu sinni, Elísabetu II drottningu.

The Sun segir að Harry hafi orðið mjög reiður þegar Elísabet II svipti hann öllum titlum hans innan hersins en Harry hafði vonast til að geta haldið þeim eftir að þau hjónin sögðu skilið við konungshöllina.

„Harry og Meghan voru brjáluð því samkvæmt „Megxit-samningnum“, sem var nýbúið að skrifa undir, var ljóst að Harry gat ekki haldið titlum sínum innan hersins. Hann varð mjög reiður því þessir titlar skiptu hann miklu máli,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni.

Harry er sagður hafa skrifað undir samninginn um viðtalið við Oprah þegar ljóst var að hann myndi missa fyrrnefnda titla. Með viðtalinu fór hann í einhverskonar stríð við konungsfjölskylduna.

Hann var með titilinn Captain General hjá breska flotanum en hann tók við honum af afa sínum, Philip drottningarmanni. Hann var einnig með titilinn Honorary CommodoreinChief og Honorary Air Commendant í flughernum. Það að missa þessa titla særði hann mikið, sérstaklega þar sem hann var tvisvar sendur til Afganistan á vegum breska hersins og tók þátt í bardögum við Talibana.

Fram að þessu var talið að viðtalið við Oprah hafi verið hefnd vegna þess að Archie, sonur Harry og Meghan, fær ekki titil sem prins en nú virðist sem þetta hafi snúist meira um titla Harry sjálfs.

The Sun hefur eftir heimildarmönnum, með tengsl við bresku hirðina, að konungsfjölskyldan hafi óttast að Netflix eða önnur bandarísk sjónvarpsfyrirtæki gætu tekið upp á því að nota titla Harry til að kynna og auglýsa sjónvarpsþætti og af þeim sökum hafi hann verið sviptur þeim.

Harry og Meghan hafa skrifað undir samning við Netflix um að framleiða sjónvarpsþætti fyrir streymisveituna en með því tryggja þau sér salt í grautinn nú þegar fjárstreymið frá breskum skattgreiðendum stöðvast. Elísabet II er sjálf sögð hafa komið í veg fyrir að hjónin fengju betri „skilnaðarsamning“ við konungsfjölskylduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug