fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Stígur fyrir fatlaða vekur reiði Grikkja

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 13:30

Akropolis. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur stígur, sem er hannaður til að auðvelda aðgengi fatlaðra, orðið að hneykslismáli? Já er svarið hvað varðar nýjan stíg upp að hinu sögufræga Akropolis í Aþenu í Grikklandi. Sagnfræðingar og fornleifafræðingar eru ævareiðir vegna stígsins.

Ákveðið var að gera stíginn á meðan heimsfaraldurinn herjar á heimsbyggðina því lítið er um ferðamenn og því tilvalið að fara út í framkvæmdir. Lagning hans er hluti af endurnýjun og viðhaldi á þessum sögufræga stað.

Búið er að koma nýrri lyftu fyrir við norðurendann en hún getur flutt tvo hjólastóla í einu. Markmiðið er að sjálfsögðu að bæta aðgengi fatlaðra.

En fornleifafræðingar eru ósáttir við þetta og telja að endurbæturnar og framkvæmdirnar hafi farið úr böndunum. Þeir segja svo rangt að leggja steinsteyptan stíg upp að þessum sögufræga stað eingöngu til að þóknast ferðamönnum. Þetta sé gert á kostnað varðveislu þessa sögufræga staðar. 3.500 manns hafa skrifað undir opið bréf þar sem hvatt er til þess að stígarnir verði fjarlægðir og allar yfirstandandi framkvæmdir verði stöðvaðar sem og allar fyrirhugaðar framkvæmdir.

Telja bréfritarar að með lagningu stígsins og annarra stíga sé verið að eyðileggja náttúrulegt umhverfi Akropolis og gjaldfella það. The Guardian segir að einnig hafi því verið haldið fram að framkvæmdirnar séu „hneyksli á alþjóðlegan mælikvarða“, sérstaklega í ljósi þess að Akropolis er á Heimsminjaskrá UNESCO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku