fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Tvö morð í Stokkhólmi í gær

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 06:34

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir miðnætti fannst karlmaður á fertugsaldri skotinn til bana á bifreiðastæði í Hjulsta við Stokkhólm. Maðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús en undir morgun skýrði lögreglan frá því að hann væri látinn. Lögreglan rannsakar nú hvort morðið tengist morði í Husby fyrr um daginn.

Aftonbladet segir að lögreglunni hafi borist tilkynning um að skotum hafi verið hleypt af í Hjulsta klukkan 23.53. Særður maður fannst á bifreiðastæði og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var síðar úrskurðaður látinn.

Aftonbladet hefur eftir vitni að það hafi heyrt þrjú skot og annað vitni hafði sömu sögu að segja.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en Expressen segir að skammbyssa hafi fundið í gróðri ekki langt frá morðvettvanginum. Lögreglan rannsakar nú hvort morðið tengist morði í Husby fyrr um daginn. Þar var karlmaður á fertugsaldri skotinn til bana á götu úti klukkan 15.30. Ungur maður hefur verið handtekinn í tengslum við það mál og annars er leitað.

Aftonbladet segir að maðurinn hafi verið skotinn mörgum skotum á götu úti þegar hann reyndi að flýja undan tveimur árásarmönnum sem flúðu af vettvangi á skellinöðru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu