fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Nóbelsverðlaunahafi bendir á tvær nýjar leiðir til að finna geimverur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. maí 2021 21:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eðlisfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Frank Wilczek leggur til að nýjar leiðir verði farnar í leitinni að lífi utan jarðarinnar. Hann leggur til að leitað verði að ákveðnum áhrifum sem geimverur hafi á pláneturnar sem þær kunna að búa á.

Í grein í The Wall Street Journal segir Wilczek að þær rúmlega 4.000 fjarplánetur sem við höfum fundið fram að þessu utan sólkerfisins okkar geti hugsanlega hýst líf. Hann segir einnig að hin klassíska aðferð að hlusta eftir merkjasendingum utan úr geimnum dugi ekki til og sé gagnslítil. Hann segir að það sem geti gagnast við þessa leit séu aðallega tvær aðferðir og að með því að nota þær aukist líkurnar á að okkur takist að finna líf á öðrum plánetum ef það er þá til.

Hann leggur til að leitað verði að ummerkjum í efnasamsetningu andrúmslofts pláneta. Líf geti haft áhrif á líffræðileg ferli í andrúmsloftinu eins og eigi sér stað hér á jörðinni og því til stuðnings bendir hann á gatið á ósonlaginu sem er af mannavöldum. Hann bendir einnig á að hugsanlega megi finna tæknibúnað vitsmunavera á braut um plánetur.

Hin leiðin sem hann leggur til er að hitastig fjarpláneta verði rannsakað. Hugsast geti að vitsmunaverur hafi valdið gróðurhúsaáhrifum sem hækka hitastig pláneta. Þessu til stuðnings bendir hann á að ef geimverur eru að fylgjast með jörðinni hafi þær líklega tekið eftir því að magn koltvíildis í andrúmsloftinu hefur aukist sem hefur þær afleiðingar að hitastig hækkar. Á svipaðan hátt getum við að hans mati leitað að slíkum ummerkjum á fjarplánetum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari