Verð rafmynta er að hrynja þessa dagana. Á seinustu 24 tímum er virði vinsælustu rafmyntanna búið að minnka til muna, Bitcoin er búið að hrynja um 10%, Ethereum um 14%, XRP um 8% og Binance Coin um 16%.
Það hefur haft mikil áhrif á Bitcoin að aðeins einn maður virðist stjórna verðinu. Þegar Elon Musk, forstjóri Tesla, tístir um að hann hafi keypt Bitcoin hækkar verðið en þegar hann segir eitthvað slæmt lækkar verðið.
Á dögunum sagði Musk á Twitter-síðu sinni að hann væri ekki ánægður með magn jarðefnaeldsneytis sem færi í að grafa eftir Bitcoin.
Tesla & Bitcoin pic.twitter.com/YSswJmVZhP
— Elon Musk (@elonmusk) May 12, 2021
Myntin hefur verið í frjálsu falli síðan Elon Musk birti færsluna. Verðið fyrir eitt Bitcoin var 54.000 dollarar þegar færslan birtist en er nú, þegar þetta er skrifað, 40.000 dollarar.
Margir hefðu haldið að umhverfisvænari rafmyntir á borð við XRP myndu hækka í verði í kjölfar færslunar en myntin hefur fallið rétt eins og allar hinar. Það virðist því vera sem heimsbyggðin sé að draga sig af rafmyntamarkaðnum.