fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Kínverska kommúnistastjórnin herðir tökin á Hong Kong enn frekar – Bækur fjarlægðar af bókasöfnum og af námsskrám

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. apríl 2021 17:00

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið víða um heim um umdeild öryggislög sem kínverska kommúnistastjórnin innleiddi í Hong Kong til að brjóta alla andstöðu við flokkinn niður og gera út af við kröfur um lýðræði. Nú er verið að herða tökin enn frekar því skólum og bókasöfnum er nú gert að losa sig við bækur sem eru taldar geta stofnað öryggi ríkisins í hættu. Markmiðið er að sögn gagnrýnenda að takmarka tjáningarfrelsið og frelsi til að kenna það sem þykir nauðsynlegt að kenna.

Í febrúar kynntu fræðsluyfirvöld í Hong Kong til sögunnar nýjar og víðtækar reglur sem lýðræðissinnar og fleiri segja að leiði til þess að Kínverjar hafi heljartök á allt frá grunnskólum til háskóla. Kennarar í þessari gömlu bresku nýlendu verða framvegis að kenna nemendum allt niður í sex ára aldur um efni eins og „erlend afskipti“ og hvernig reynt er að „grafa undan stjórnvöldum“. Alþjóðlegir fjölmiðlar skýra frá þessu.

Skólum og bókasöfnum er einnig gert að fara yfir námsskrár og bókaeign og losa sig við bækur sem „stefna þjóðaröryggi í hættu“. Einnig á að fylgjast vel með því hvað nemendur skrifa og hengja upp á töflur í skólum.

„Þjóðaröryggi er mjög mikilvægt. Kennarar eiga ekki að líta á það sem umdeilt efni sem má ræða eins og allt annað. Kennarar verða að benda skýrt og greinilega á að það er skylda allra borgara að vernda þjóðaröryggi og að ekki er hægt að vera með neinar málamiðlanir eða umræður um það,“ segir í nýju reglum fræðsluyfirvalda.

Skólum er einnig gert að koma í veg fyrir að starfsfólk og nemendur taki þátt í pólitísku starfi í skólunum. Skólar eiga að setja upp aðgerðahópa sem fylgjast með þróun mála og ef eitthvað grunsamlegt er á seyði á að tilkynna lögreglunni um það. Einnig á að fjölga eftirlitsmyndavélum í skólum.

„Í raun treystir ríkisstjórnin skólunum ekki. Þessar aðgerðir munu eyðileggja samband kennara og nemenda,“ hefur Financial Times eftir Tin FongChak, varaforseta kennarasambands Hong Kong.

„Bann við tjáningu pólitískra skoðana í háskólum tengist þjóðaröryggi ekki vitund. Þetta er umfangsmikil takmörkun og augljóst brot á mannréttindum,“ sagði Lam Cho Ming, hjá Amnesty International í Hong Kong í yfirlýsingu.

Kennsla í ættjarðarást

Yfirvöld segja að alþjóðlegir skólar og einkaskólar séu ekki undir sama hatti og almenningsskólar en þeir fá samt sem áður nýjar reglur til að starfa eftir. Þess er vænst að nemendur þeirra „læri réttan og hlutlausan skilning“ á þeim meginreglum sem passa við öryggislögin að sögn Financial Times. Kennurum í landafræði og líffræði er einnig uppálagt að kenna efni sem tengist öryggislögunum. Fræðsluyfirvöld leggja til dæmis til að nemendum verði kennt hvernig yfirvöld í Hong Kong og Kína hafi verndað Hong Kong í heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Einnig á að kenna nemendum meira um ættjarðarást. Í mars tilkynnti Kevin Yeung, menntamálaráðherra Hong Kong, að allir skólar fá ritröð 48 lítilla bóka að gjöf en hún ber titilinn „Ég á heima í Kína“. Þetta sagði hann gert til að auka ættjarðarást nemendanna að sögn HKFP.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás