fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Norður-Kórea skaut tveimur eldflaugum í átt að Japan í gær

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 05:49

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Her Norður-Kóreu skaut tveimur eldflaugum í átt að Japan í gær. Búist hafði verið við þessu vopnabrölti því venjan er að Norður-Kórea geri tilraunir með eldflaugar eða önnur vopn í tengslum við valdaskipti í Bandaríkjunum.

Japönsk stjórnvöld segja að önnur eldflaugin hafi flogið um 450 kílómetra áður en hún hrapaði í sjóinn utan við japönsku efnahagslögsöguna. Þetta virðist því hafa verið skammdræg eldflaug.

Yoshihide Suga, forsætisráðherra, sagði á fréttamannafundi að þetta hefði verið fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu í tæplega eitt ár og að eldflaugaskotið ógni friði og stöðugleika á svæðinu og brjóti auk þess gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

Talsmenn suður-kóreska hersins skýrðu frá því í gær að grannarnir í norðri hefðu skotið tveimur eldflaugum á loft. Ekki hafa borist fregnir af hvar hin lenti.

Það er kannski engin tilviljun að eldflaugunum var skotið á loft í gær því þá hófst ferðalag ólympíukyndilsins til Tókýó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar