fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 07:30

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2019 létust 22.000 manns í Bandaríkjunum vegna ákvarðana Donald Trump, þáverandi forseta, um að afnema eða milda reglur um umhverfisvernd og vinnuvernd. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Það var hópur 33 vísindamanna, sem breska vísindaritið The Lancet, setti á laggirnar í apríl 2017 sem rannsakaði áhrif stefnu Trump á heilsufar Bandaríkjamanna. Hópurinn bar tölur um heildarfjölda látinna í Bandaríkjunum saman við tölur um dauðsföll á fyrri árum í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum. Tölurnar voru notaðar til að búa til reiknilíkön yfir dánartíðni í Bandaríkjunum ef Trump hefði ekki breytt lögum og reglum. The Guardian skýrir frá þessu.

Niðurstöðurnar eru engin skemmtilesning. Að mati vísindamannanna létust 22.000 fleiri í Bandaríkjunum 2019 en hefðu látist ef Trump hefði ekki breytt þessum lögum og reglum.

Samantekt New York Times sýnir að Trump og stjórn hans afnámu eða slökuðu á kröfum í 100 lögum og reglugerðum um umhverfismál. Þeirra á meðal eru 30 mismunandi reglur hvað varðar loftmengun. „Stjórn Trump hætti í raun og veru að fylgja eftir lögum um hreint loft,“ sagði Philip Landrigan, einn vísindamannanna, í samtali við Bloomberg Green. Hann er veirufræðingur og barnalæknir og einn helsti baráttumaður heims fyrir heilsu barna.

Lög um hreint loft voru sett 1970. Í valdatíð Barack Obama voru þau notuð til að takmarka losun CO2 og svifryks. Svifryk hefur verið tengt við banvæna sjúkdóma eins og astma í börnum, hjarta- og æðasjúkdóma, lungnakrabbamein og sykursýki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum