fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Geymdi látna móður sína í frysti í 10 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 23:00

Lögreglan að störfum í Tókýó. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af ótta við að missa leiguíbúð sína geymdi japönsk kona líkið af móður sinni í frysti í íbúðinni í 10 ár. Konan, sem er nú 48 ára, hafði búið með móður sinni. Þegar hún fann móður sína látna fyrir 10 árum faldi hún líkið af ótta við að missa íbúðina sem þær leigðu.

Japanskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu nýlega. Það var móðirin sem var skráð á leigusamninginn á íbúðinni sem er í Tókýó. Um miðjan janúar var dóttirin borin út úr íbúðinni því hún hafði ekki greitt húsaleigu. Þegar hreingerningarfólk kom til að þrífa íbúðina og gera hana tilbúna fyrir næsta leigjanda fann það lík móðurinnar í frystikistu sem var falin inni í skáp. Lögreglan hafði uppi á dótturinni og handtók hana á hóteli í Chiba, sem er nærri Tókýó.

Rannsókn réttarmeinafræðinga skar ekki úr um hvernig móðirin lést en engir áverkar voru á líkinu. Talið er að konan hafi verið um sextugt þegar hún lést. Dóttirin er nú í haldi, grunuð um að hafa leynt andláti og líki móður sinnar. Hún er ekki grunuð um morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins
Pressan
Fyrir 1 viku

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað
Pressan
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu