fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar getur hugsanlega gert andlitsgrímur, handþvott og félagsforðun gagnslitla

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 07:00

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar sýna að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hefur stökkbreyst og er orðin enn meira smitandi en áður. Það felur í sér að hún getur hugsanlega í framtíðinni gert þá viðleitni okkar að nota andlitsgrímur, þvo okkur ótt og títt um hendurnar og stunda félagsforðun til að draga úr útbreiðslu hennar gagnslitla.

Samkvæmt umfjöllun Washington Post þá segir David Morens, hjá National Institute of Allergy and Infectious Diseases (NIAID), að hugsanlega geti veiran stökkbreyst þannig að hún geti gert lítið úr fyrrnefndum aðgerðum sem við notum til að hindra útbreiðslu hennar. Rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd en hefur verið birt á MedRxiv.

„Þrátt fyrir að við vitum það ekki enn með vissu þá er líklegt að þessi kórónuveira muni finna leið til að sneiða hjá ónæmi okkar þegar nægilega margir eru orðnir ónæmir. Ef það gerist erum við í sömu stöðu og með inflúensu. Við verðum að fylgja þeim veirum sem stökkbreytast og aðlaga bóluefnið að þeim,“

sagði Morens í samtali við Washington Post. Hann sagði einnig að hugsanlega sé veiran að bregðast við notkun okkar á andlitsgrímum og félagsforðun með tilviljanakenndum stökkbreytingum.

Rannsóknin, sem um ræðir, er stærsta erfðafræðilega rannsóknin sem gerð hefur verið á veirunni. Hún var gerð af vísindamönnum í Houston, Austin og Texas. Þeir rannsökuðu rúmlega 5.000 erfðamengi veirunnar sem varpa ljósi á stökkbreytingar hennar.

Ekkert kom fram sem sýndi að veiran væri orðin banvænni. Flestar stökkbreytingarnar eru litlar og skipta litlu máli að sögn vísindamannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“