fbpx
Laugardagur 24.október 2020
Pressan

Munu skattamál Trump koma í veg fyrir endurkjör?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 07:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afhjúpanir New York Times á skattamálum Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um helgina hafa vakið mikla athygli. Aðeins eru fimm vikur í forsetakosningarnar og spurning hvaða áhrif afhjúpanir blaðsins hafa en þær sýna að Trump greiddi eiginlega ekki neitt í skatt til alríkisins frá aldamótum og þar til hann tók við forsetaembættinu.

Allt frá því að Trump tilkynnti um forsetaframboð sitt hefur hann lagt mikla áherslu á að hann sé auðugur kaupsýslumaður sem hafi gengið vel í viðskiptum og geti bætt efnahag Bandaríkjana svo um munar.

En afhjúpanir New York Times draga upp aðra mynd af Trump og fjármálum hans. Blaðið komst yfir þau gögn sem Trump skilaði sjálfur til skattayfirvalda. Í þeim kemur til dæmis fram að 2016, þegar hann var kjörinn forseti, greiddi hann aðeins 750 dollara í skatt til alríkisins. Það sama á við 2017.

New York Times segir að aðalástæðan fyrir þessu sé að fyrirtæki Trump hafi einfaldlega haft minni í tekjur en útgjöld. Það er athyglisvert og þá sérstaklega í ljósi þess að fram til 2018 hafði Trump rúmlega 427 milljónir dollara í tekjur af sjónvarpsþáttunum The Apprentice.

Trump hefur nú þegar sagt að frétt New York Times sé falsfrétt og að hann hafi greitt skatt. Hann sagði að þetta gætu allir séð þegar skattagögn hans, sem hafa verið í endurskoðun um langa hríð, verði gerð opinber. Hann nýtti einnig tækifærið til að hnýta í skattayfirvöld og sagði þau ekki hafa farið mjúkum höndum um hann.

En hvað ætli kjósendum finnist um þessar upplýsingar um skattamál forsetans? Hvaða áhrif munu þær hafa? Það er auðvitað erfitt að fá svar við því fyrr en á kjördag en hætt er við að sumum þyki minna til forsetans koma eftir þessar afhjúpanir. Sumir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að málið geti haft töluverð áhrif á þá kjósendur sem hafa ekki enn gert upp hug sinn. En þessar afhjúpanir munu væntanlega ekki hafa nein áhrif á harðasta kjarna stuðningsmanna Trump en þeim er alveg sama hvað kemur upp, það hefur engin áhrif á stuðning þeirra við forsetann.

Það að Trump hafi dregið 70.000 dollara frá tekjum sínum vegna kaupa á hárgreiðsluvörum er eflaust eitthvað sem margir hnjóta um. Frá 2010 til 2018 greiddi hann 26 milljónir dollara í ráðgjafakostnað sem er ekki nánar skilgreindur. Svo vill til að á þessu tímabili hafði elsta dóttir hans, Ivanka, 26 milljónir dollara í tekjur.

Umfjöllun New York Times dregur upp þá mynd af Trump að hann sé lélegur kaupsýslumaður sem sé hins vegar góður í að koma sér hjá greiðslu skatta. Einnig er dregin upp sú mynd að miklir hagsmunaárekstrar hafi einkennt forsetatíð Trump. Hann hafi átt erfitt með að greina á milli eigin viðskipta og utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Á fyrstu tveimur árum sínum í embætti þénaði Trump 73 milljónir dollara erlendis. Þar af 3 milljónir á Filippseyjum, 2,3 milljónir á Indlandi og 1 milljón í Tyrklandi. 2017 greiddi hann meira í skatt í þessum löndum en í Bandaríkjunum. Þá hefur hann bara talað vel um leiðtoga þessara landa í forsetatíð sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 2 dögum

Mokveiði ennþá í Eystri Rangá

Mokveiði ennþá í Eystri Rangá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn vegna COVID-19

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn vegna COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum