fbpx
Laugardagur 24.október 2020
Pressan

Ætla að banna sölu bensínbíla í Kaliforníu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. september 2020 19:30

Bensínbílar heyra brátt sögunni til í Kaliforníu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gavin Newson, ríkisstjóri í Kaliforníu, skrifaði á miðvikudaginn undir tilskipun um bann við sölu bensínbíla í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna frá og með 2035. Þetta fer væntanlega ekki vel í Donald Trump, forseta, sem er ekki hrifinn af aðgerðum sem þessum enda afneitar hann því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu að eiga sér stað.

Yfirvöld í Kaliforníu veðja á að rafbílar taki alfarið við af bílum sem nota jarðefnaeldsneyti. Þetta sé nauðsynlegt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

„Við erum að marka nýja stefnu,“

Sagði Newson þegar hann skrifaði undir tilskipunina sem hafði verið breidd út á vélarhlíf eins þeirra mörgu rafmagnsbíla sem framleiddir hafa verið í Kaliforníu.

Fyrr í mánuðinum sagði Newson að hann ætlaði að herða enn á baráttunni gegn loftslagsbreytingum en ríkið hefur undanfarnar vikur glímt við verstu skógarelda í manna minnum.

Um 11 prósent seldra bíla í Bandaríkjunum seljast í Kaliforníu. Newsom, sem er Demókrati, telur að það muni skapa ný störf og styrkja bílaframleiðendur að skipta yfir í rafmagnsbíla.

Donald Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að yfirvöld í Kaliforníu geti gert kröfu um að eingöngu megi selja rafbíla í framtíðinni. Joe Biden, sem berst um forsetaembættið við Trump, hefur hins vegar heitið því að nota milljarða dollara í að gera Bandaríkin umhverfisvænni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 2 dögum

Mokveiði ennþá í Eystri Rangá

Mokveiði ennþá í Eystri Rangá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn vegna COVID-19

Rúmlega 100.000 Kaliforníubúar hafa keypt sér skotvopn vegna COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum